Mikko Heiniö & Juha Siltanen

Mikko Heiniö
“Eerik XIV” eftir Mikko Heiniö & Juha Siltanen

Tónlist Mikko Heiniös (fæddur 1948) er undir póstmódernískum áhrifum. Hann notar að vild vel afmarkað tónlistarefni í tónfestulausu umhverfi og sækir sér innblástur úr ýmsum áttum.  Hann gefur til dæmis óperum sínum réttan blæ með vísunum í það tímabil sem sagan gerist á (til dæmis miðaldir), eða, eins og hann gerir í verkinu Erik XIV (2011), með því að nota stef sem var samið af þeirri sögulegu persónu sem er aðalsöguhetjan.  Frjálsræðið sem er ríkjandi í viðhorfi hans til tónlistar leiðir til óvenjulegra og stundum skemmtilega óvæntra ákvarðana í tónsmíðunum: Barítóneinsöngvari í sinfóníu eða kór í píanókonsert. Mikko Heiniö er líka einn fremsti tónlistarfræðingur Finna. Hann var prófessor í tónvísindum við Háskólann í Turku á árunum 1986 til 2005 og hefur verið mjög afkastamikill höfundur.