Øyvind Torvund

Øivind Thorvund

Øivind Thorvund - Foto Dimitri Djuric

Photographer
Dimitri Djuric
Øyvind Torvund er tilnefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2022 fyrir verkið „The Exotica Album“ (plata) (2017).

Rökstuðningur

Øyvind Torvund (f. 1976) er þekktur fyrir tónsmíðar sem blanda þáttum úr samtímatónlist með hefðbundna uppbyggingu og nótnaskrift við þætti úr öðrum tónlistargreinum, svo sem rokki og dægurtónlist. Eða líkt og í Willibald Motor Landscape, þar sem hann nýtir ýmislegt úr hljóðheimi raftónlistar og norrænnar þjóðlagatónlistar.

 

Platan The Exotica Album var frumflutt af samtímatónlistarhópnum BIT20 ásamt spunahljóðfæraleikurunum Jørgen Træen á einingahljóðgervil og Kjetil Møster á djasssaxófón.

 

Fjölmörg tónskáld í hinum vestræna heimi hafa þegið innblástur frá „framandi“ tónlistarstefnum – bæði rómantísk, impressjónistísk og módernísk tónskáld. Hið framandi form sem Torvund leikur sér að hér er undirgrein dægurtónlistar sem naut vinsælda í Bandaríkjunum á sjötta og sjöunda áratugnum, þar sem strengjasveit eða stórsveit lék ásamt „framandi“ hljóðfærum frá Kyrrahafssvæðinu og Austurlöndum fjær. Að auki heyrðust þar eftirlíkingar náttúruhljóða (einkum fuglasöngs) sem ætlað var að framkalla tilfinningu fyrir frumskógi og hitabeltislandslagi. Á 10. áratugnum var þessi stíll endurvakinn sem einn þáttur fyrirbærisins „lounge-tónlistar“.

 

En Torvund lætur sér ekki nægja að koma gömlum framandleika í umferð á ný. Hann nýtir einnig þætti sem minna á raftónlist fyrri tíma (s.s. þýska tónskáldið Stockhausen). Kaflarnir eru þéttir að byggingu og hinar tónlistarlegu hugmyndir birtast skýrt og án truflana.

 

Torvund hefur enn og aftur sýnt að hann er eitt sérstæðasta samtímatónskáld Noregs.

                     

 

Tengill