Danir munu á formennskuári sínu 2021 leggja áherslu á þann lærdóm sem norræn lönd geta dregið af kórónuveirufaraldrinum og á afnám stjórnsýsluhindrana á Norðurlöndum. Formennskulandið vill vinna að eftirtöldum áherslusviðum: Norrænu varnar- og viðbúnaðarsamstarfi, norrænum aðgerðum í loftslagsmálum, norrænu ungmennastarfi í þágu menningar og tungumála og samstarfi um ferðaþjónustu.