Norðurlandaráð fær alþjóðleg friðarverðlaun

28.01.21 | Fréttir
Bertel Haarder

Bertel Haarder (Denmark) was elected President of the Nordic Council 2021 at a digital meeting of the Presidium on Thursday 29 October 2020.

Photographer
Charlotte de la Fuente/Norden.org
Norðurlandaráði hafa verið veitt alþjóðleg friðarverðlaun, Goi Peace Foundation Multilateralism Peace Award. Í röksemdum vegna verðlaunanna stendur að Norðurlandaráði séu veitt verðlaun fyrir mikinn áhuga og þrotlausa vinnu að sjálfbæru marghliða samstarfi og svæðisbundinni samþættingu en fyrst og fremst þó vegna markmiðsins um að gera Norðurlöndin að sjálfbærasta og samþættasta svæði í heimi.

Verðlaunin hafa áður verið veitt meðal annars Unesco, Umhverfisstofnun SÞ (UNEP), Alþjóðaheilbrigðisstofnunininni (WHO), Flóttamannastofnun SÞ (UNHCR), Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

„Það gleður okkur að tekið sé eftir starfi okkar á alþjóðavettvangi,“ segir hin danski Bertel Haarder, forseti Norðurlandaráðs. Það er ekki síst mikilvægt á þessum erfiðu tímum að bæði við sjálf og aðrir séum minnt á hversu mikilvægt starf okkar er.

Rík hefð er fyrir friðarstarfi í Japan og Goi Peace Foundation er í nánu samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar.

Verðlaunin verða veitt með viðhöfn í Kaupmannahöfn síðar á árinu og verður þeim komið fyrir á skrifstofu Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn.