Hagnýtar upplýsingar fyrir blaðamenn um þingið og verðlaunahátíðina 2021

Dansk journalist
Ljósmyndari
Magnus Fröderberg/Norden.org

Athugið að upplýsingarnar verða uppfærðar jafnt og þétt þannig að breytingar geta átt sér stað!

Skráning

Fjölmiðlar sem hyggjast fjalla um þing Norðurlandaráðs á staðnum þurfa að skrá sig á þingið. Til þess að skrá sig er krafist gilds blaðamannaskírteinis. Hægt er að skrá sig fram til 27. október, kl. 15 (að dönskum tíma). Eftir það má hafa samband við Matts Lindqvist, samskiptaráðgjafa Norðurlandaráðs á netfanginu matlin@norden.org eða í síma +45 29 69 29 05. 

Blaðamannafundir

Blaðamannafundur Norðurlandaráðs á þinginu verður haldinn 2. nóvember kl. 10.15-10.45. Þátttakendur eru forseti og varaforseti ráðsins. Hægt er að fylgjast með blaðamannafundunum á skandinavísku, finnsku, íslensku og ensku (fundurinn verður túlkaður). Blaðamannafundurinn verður haldinn í Landstingssalen.

 

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, heldur stuttan óformlegan blaðamannafund fyrir utan þingsalinn áður en hann flytur erindi sitt fyrir Norðurlandaráð 3. nóvember. Fyrirhugað er að fundurinn hefjist kl. 13.50.

 

Norrænu forsætisráðherrarnir munu funda á þingi Norðurlandaráðs og halda blaðamannafund 3. nóvember í forsætisráðuneytinu við Kristjánsborgarhöll. Eftirfarandi á við fyrir blaðamenn og ljósmyndara í tengslum við fund forsætisráðherranna:

Kl. 09.05–09.30 Tækifæri til myndatöku: Mynd þegar forsætisráðherrarnir koma til Dronningeporten í forsætisráðuneytinu og svo hópmynd í Abildgaardssalen. Fjölmiðlar skulu koma til Dronningeporten kl. 08.15.

Kl. 10.20–11.00 Blaðamannafundur með forsætisráðherrunum í Spejlsalen í forsætisráðuneytinu. Tungumál: enska. Fjölmiðlar skulu koma til Spejlsalen kl. 09.40.

ATHUGIÐ! Þeir sem vilja fylgjast með blaðamannafundi forsætisráðherranna og taka þátt í myndatöku þurfa að sækja um skráningu hjá forsætisráðuneytinu. Skráning á þing Norðurlandaráðs gildir ekki á blaðamannafund forsætisráðherranna. Umsókn um skráningu skal sendast á presse@stm.dk í síðasta lagi mánudaginn 1. nóvember kl. 12.00.

Forsætisráðherrar Danmerkur, Finnlands, Íslands og Noregs og samstarfsráðerra Norðurlanda í Svíþjóð taka þátt í blaðamannafundinum ásamt oddvitum landsstjórna Álandseyja, Færeyja og Grænlands.

Skráning

Innskráning verður í þinghúsinu innan við öryggisgæsluna við aðaldyrnar við Rigsdagsgården. Við skráningu færðu í hendur fjölmiðlaskírteini/aðgangskort sem veitir aðgang að þingfundum og blaðamannafundum.

Sýna þarf gilt blaðamannaskírteini eða gild skilríki með mynd við innskráningu.

Innskráning fer fram á eftirfarandi tímum (danskur tími):

Mánudaginn 1.11, kl. 8.00-18.00

Þriðjudaginn 2.11, kl. 8.00-18.30

Miðvikudaginn 3.11, kl. 7.30-18.30

Fimmtudaginn 4.11, kl. 7.30-16.00

Ljósmyndun í þingsal meðan á þinginu stendur

Ljósmyndun í þingsalnum meðan á þinginu stendur er aðeins leyfð af svölunum. Aðeins ljósmyndarar á vegum Folketinget og Norðurlandaráðs mega fara um þingsalinn að vild. Opinberar ljósmyndir Norðurlandaráðs má nota án endurgjalds (þó ekki í viðskiptalegum tilgangi).

Blaðamannamiðstöð

Blaðamannamiðstöð fyrir starfandi blaðamenn verður í Folketinget. Blaðamannamiðstöðin er í herbergi F1-04, á sömu hæð og þingsalurinn.

Upplýsingaráðgjafar Norðurlandaráðs verða í herbergi 1-117, á sömu hæð og þingsalurinn. Blaðamenn geta leitað aðstoðar hjá upplýsingaráðgjöfunum meðan á þinginu stendur. Hafið samband við Matts Lindqvist, matlin@norden.org eða +45 29 69 29 05.

Þráðlaus nettenging og prentari eru fyrir hendi í blaðamannamiðstöðinni.

Þingið á samfélagsmiðlum

Fylgist með Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni á Twitter, sem verður í virkri notkun á þinginu. Myllumerki þingsins eru #nrsession og #nrpol.

Krækjur:

Streymi

Allar umræður í þingsalnum eru opnar fjölmiðlum og þeim verður streymt. Hægt er að horfa á streymið á skandinavísku, íslensku, finnsku eða ensku.

Verðlaunahátíð Norðurlandaráðs 2021

Verðlaunahátíðin verður haldin í Skuespilhuset á Sankt Annæ Plads 36, Kaupmannahöfn Nauðsynlegt er að skrá sig og hafa auk þess innskráð sig í Folketinget (sjá upplýsingar hér að ofan) Þau sem mega vera verðlaunahátíðina fá sérstakt boð við innskráninguna. Við komu til Skuespilhuset skal framvísa boðskorti og skilríkjum með mynd. Nafnalisti er í anddyri.

Verðlaunahátíðin hefst kl. 20.00 að dönskum tíma en opnað verður kl. 18.30. Dyrunum verður lokað kl. 19.15. Gestir skulu hafa fengið sér sæti í salnum kl. 19.30. Snyrtilegur klæðnaður áskilinn
 

Eftir verðlaunahátíðina verður hægt að taka viðtöl við verðlaunahafa og ljósmynda þá. Sjá nánari upplýsingar að neðan.

Blaðamannaherbergi með skjá verður í Henckel Lounge í Skuespilhuset.

Verðlaunin verða afhent í eftirfarandi röð (áætluð tímasetning innan sviga)

  1. Hennar hátign María krónprinsessa Danmerkur afhendir barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2021 (20.20)
  2. James Bond-leikarinn David Dencik afhendir kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2021 (20.20)
  3. Phillip Faber, hljómsveitarstjóri og tónskáld, afhendir tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2021 (20.30)
  4. Selina Juul, aðgerðarsinni á sviði matvælasóunar, afhendir umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2021 (20.40)
  5. Múte B. Egede og Bárður á Steig Nielsen, formenn landsstjórna Grænlands og Færeyja, afhenda bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2021 (20.50)

Myndataka ekki leyfð í salnum – myndum hlaðið upp jafnóðum

MIKILVÆGT: Myndataka er almennt ekki leyfð í salnum á verðlaunahátíðinni. Fréttamyndum frá hátíðinni verður hlaðið jafnóðum upp í sérstaka möppu.

Myndataka og viðtöl við vinningshafa

Að athöfn lokinni verður hægt að taka myndir og viðtöl við verðlaunahafana.  Svona er dagskráin – tímasetningar eru ekki nákvæmar (verða uppfærðar):

21.00 Verðlaunahátíð og beinni útsendingu lýkur.

21.05: Krónprinshjónin ganga úr salnum. Verðlaunahafar verða áfram í salnum og ganga á sviðið.

21.05: Fjölmiðlafólk kemur niður í salinn af fyrstu svölum. Tveir starfsmenn vísa veginn við dyrnar.

21.07 Krónprinshjónin heilsa vinningshöfum á sviðinu.

21.10: Tækifæri til myndatöku: Hópmynd af vinningshöfunum með krónprinshjónunum og af vinningshöfunum einum. Sjá merkt svæði á sviðinu og aðeins samkvæmt samkomulagi við Elisabet Skylare, ráðgjafa á samskiptasviði.

Krónprinshjónin svara ekki spurningum.

Myndum verður hlaðið upp hér: www.skyfish.com/p/nordisksamarbejde/1985092 

21.15: Tækifæri á viðtölum við vinningshafana í græna herberginu baksviðs (4 mínútur að hámarki á hvern fjölmiðlamann eftir röð).

 

 

Fréttir verða birtar jafnt og þétt á norden.org og á samfélagsmiðlum.

Fréttir af verðlaunahátíðinni verða birtar jafnóðum. Fréttirnar verða aðgengilegar á öllum Norðurlandamálunum á www.norden.org og við uppfærum reglulega á Twitter. Við notum myllumerkið  #nrpriser

Bein útsending: hægt verður að fylgjast með verðlaunaveitingunni um öll Norðurlöndin.

Útsendingin frá verðlaunahátíðinni, sem framleidd er af DR, verður klukkan 20.00 (að dönskum tíma) á DR 2 og hægt verður að fylgjast með henni á www.dr.dk í öllum norrænu löndunum. NRK, SVT og Svenska Yle sýna einnig beint frá viðburðinum og RÚV sýnir verðlaunahátíðina þann 3. nóvember. Sjá nánari upplýsingar í sjónvarpsdagskrá hvers lands.

Þráðlaust net á þinginu

Net: Norden2021

Aðgangsorð: WeWelcomeYouAll2021

Hafðu samband við okkur ef spurningar vakna.

  • Elisabet Skylare, elisky@norden.org, +45 21 71 71 27 
  • Josefine Carstad (umhverfisverðlaun), joscar@norden.org,  +45 22 35 70 13