Formennskuáætlun Danmerkur í Norðurlandaráði 2021

Bertel Haarder och Annette Lind 2020.
Samtímis ríkir sundrung í Evrópu og hinum vestræna heimi sem kallar á norræna samstöðu og forystu um loftlagsmál, græn umskipti og stórveldabaráttu.
Hart er sótt að lýðræði, mannréttindum og réttarríkinu í Evrópu – þar á meðal hjá næstu nágrönnum Norðurlandanna. Þetta eru grundvallaratriðin í norrænu samstarfi, sem rétt eins og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna ættu að vera skýr markmið í starfi okkar. Faraldurinn hefur leitt í ljós að nauðsynlegt er að fylgja eftir tillögum Könberg-skýrslunnar um m.a. sýklalyfjaónæmi.
Hvert fyrir sig eru Norðurlöndin lítil. Saman erum við sterk og höfum áhrif. Þetta á við um stjórnmál, efnahagsmál sem og menningarmál.