Bertel Haarder, forseti Norðurlandaráðs 2021

Bertel Haarder

Bertel Haarder (Denmark) was elected President of the Nordic Council 2021 at a digital meeting of the Presidium on Thursday 29 October 2020.

Ljósmyndari
Charlotte de la Fuente/Norden.org

Bertel Haarder hefur verið valin til að gegna stöðu forseta Norðurlandaráðs árið 2021.

Bertel Haarder hefur tekið virkan þátt í dönsku stjórnmálastarfi frá árinu 1973. Hann var fyrst kjörinn inn á danska þjóðþingið árið 1975 og hefur allt frá því gegnt ýmsum trúnaðar- og ráðherrastöðum, þar á meðal stöðu ráðherra norræns samstarfs. Bertel Haarder er sá ráðherra sem lengst hefur gegnt embætti frá stofnun þingsins árið 1901 og hefur hann einnig setið á Evrópuþinginu.  Haarder er í Venstre, flokki frjálslyndra í Danmörku. Hann var áður stuttlega forseti Norðurlandaráðs árið 2011.

Haarder er í flokkahópi miðjumanna í Norðurlandaráði, var formaður Stjórnsýsluhindranaráðs árið 2020 og hefur verið formaður landsdeildar Danmerkur frá árinu 2019 og á tímabilinu 2011–2015. Á danska þjóðþinginu er hann nú formaður utanríkismálanefndar og fulltrúi Venstre í málefnum Færeyja og norræns samstarfs. Bertel Haarder var valinn sem forseti Norðurlandaráðs árið 2021 í stafrænni fundaviku Norðurlandaráðs árið 2020.