Annette Lind, varaforseti Norðurlandaráðs 2021

Anette Lind

Bertel Haarder (Denmark) was elected President of the Nordic Council 2021 at a digital meeting of the Presidium on Thursday 29 October 2020. Annette Lind (Denmark) was elected vice-president.

Ljósmyndari
Charlotte de la Fuente/Norden.org
Annette Lind hefur verið valin til að gegna stöðu varaforseta Norðurlandaráðs árið 2021.

Annette Lind hefur setið á danska þjóðþinginu frá árinu 2011. Hún er félagi í danska Jafnaðarmannaflokknum og hefur gegnt stöðu þingsflokksritara frá árinu 2019. Lind er talsmaður flokksins um utanríkismál og á árunum 2014 til 2019 var hún talsmaður flokksins um menntamál. Annette Lind er einnig talsmaður flokks síns um netöryggi.

Í Norðurlandaráði er hún í flokkahópi jafnaðarmanna.

Annette Lind var valin sem varaforseti Norðurlandaráðs árið 2021 í stafrænni fundaviku Norðurlandaráðs árið 2020.