160. Guðlaugur Þór Þórðarson (Replik)

Information

Speech type
Replik
Speech number
160
Speaker role
Islands udenrigsminister
Date

Forseti. Ráðherrar. Þingmenn í Norðurlandaráði. Góðir gestir. Mig langar til að biðja á að þakka fyrir boðið, fyrir að fá að vera með ykkur í dag og fá að taka þátt í þessari umræðu. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem á Norðurlandaráðsþing og það er mér sérstakt ánægjuefni að standa í þessum ræðustól. Margot Wallström gaf allítarlega skýrslu fyrir hönd okkar norrænu utanríkisráðherranna og fór yfir helstu málefni utanríkismálanna. Eins og hún minntist á hefur Svíþjóð verið í annasömu hlutverki á þessu ári gegnum árangursríka formennsku sína á mismunandi vettvangi.

Á næsta ári er komið að Íslandi því að þá gegnum við formennsku á alls fimm stöðum. Um næstu áramót hefst formennska Íslands í norrænu ráðherranefndinni, formennskuáætlun hefur verið dreift hér í þinginu og forsætisráðherra gerði grein fyrir áherslum okkar í gær. Við tökum líka við formennsku og samræmingarhlutverki í samstarfi utanríkisráðherra Norðurlandanna N5 og utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna NB8 sem hittast oft á ári. Á þeim vettvangi er fjallað um helstu utanríkismál sem eru efst á baugi hverju sinni en auk þess gerum við ráð fyrir að beina sjónum sérstaklega að netöryggi og orkuöryggi og málefnum hafsins. Frá og með næsta hausti mun Ísland sitja í stjórn Alþjóðabankans í Washington DC en því fylgir umfangsmikið samræmingarstarf fyrir hönd NB8-ríkjanna á sviði þróunarmála. Síðast en ekki síst munum við veita Norðurskautsráðinu formennsku þegar við tökum við af Finnum í maí á næsta ári. Formennska okkar fyrir árið 2019 til 2021 er í vinnslu í samvinnu við öll aðildarríki ráðsins og verður kynnt þegar þar að kemur. Við hlökkum til samstarfsins við önnur Norðurlönd um sameiginlegar áherslur og verkefni á þessum fimmfalda vettvangi á næsta ári.

Þessi upptalning sýnir hve Norðurlöndin vinna vel og náið saman og hér er ekki allt upp talið. Við vinnum líka þétt saman innan alþjóðastofnana eins og Sameinuðu þjóðanna og í Evrópu. Vissulega hafa Norðurlöndin farið mismunandi leiðir í alþjóðamálum, svo sem hvað varðar aðildina að NATO og ESB. Það er okkar lýðræðislega niðurstaða hvers um sig. En það er styrkur okkar að þrátt fyrir ólíkar leiðir þá deilum við sameiginlegum grunngildum og það er sá sterki grunnur sem samstarfið byggist á. Ég ljái máls á þessu því að það er ekkert launungarmál að það eru viðsjár og væringar á alþjóðavettvangi. Kannski meiri órói og óvissa en við sem hér erum höfum áður upplifað. Það eru ekki bara skiptar skoðanir um marghliða alþjóðasamvinnu, alþjóðalög og alþjóðastofnanir sem að sumu leyti er ekkert nýtt. En á hinn bóginn heyrast einnig raddir sem skora á hólm grundvallarmannréttindi og grunnreglur lýðræðis og réttarríkis. Þar þarf að draga línu í sandinni. Þar eiga Norðurlöndin, hér eftir sem hingað til, að vera sterk rödd. Ég hlakka til umræðunnar hér á eftir.

Skandinavisk oversættelse:

Ärade president. Ministrar. Medlemmar i Nordiska rådet. Ärade gäster. Jag vill börja med att tacka för inbjudan, för att få vara med er i dag och delta i denna debatt. Det här är första gången jag deltar i Nordiska rådets session och det är en stor glädje för mig att stå i denna talarstol. Margot Wallström har redan rapporterat ganska utförligt å de nordiska utrikesministrarnas vägnar och berört de största utrikespolitiska frågorna. Som hon hänvisade till har Sverige haft mycket arbete under året genom sitt ordförandeskap i olika organisationer och uppnått goda resultat.

Under det kommande året är det Islands tur, eftersom vi då innehar totalt fem ordförandeskap. Island innehar från årsskiftet ordförandeskap i Nordiska ministerrådet, vårt ordförandeprogram har delats ut under sessionen och statsministern presenterade våra prioriteringar i går. Vi tar också över ordförandeskapet och samordningsrollen i samarbetet mellan de nordiska utrikesministrarna, N5, och mellan utrikesministrarna i Norden och Baltikum, NB8, som träffas flera gånger om året. I dessa fora behandlas angelägna utrikespolitiska frågor men vi förmodar att också cybersäkerhet, energisäkerhet och viktiga frågor gällande havet kommer att hamna i brännpunkten. Från och med nästa höst kommer en av styrelsemedlemmarna i Världsbanken i Washington DC att vara från Island, vilket innebär ett omfattande samordningsarbete å NB8-ländernas vägnar när det gäller utvecklingsfrågor. Sist men inte minst kommer vi i maj nästa år att ta över ordförandeskapet i Arktiska rådet från Finland. Programmet för vårt ordförandeskap från 2019 till 2021 är under utarbetande i samråd med alla rådets medlemsstater och kommer att presenteras i god tid. Vi ser fram emot samarbetet med de andra nordiska länderna om gemensamma prioriteringar och projekt i dessa fem fora under nästa år.

Den här uppräkningen visar, även om den är ofullständig, att de nordiska länderna har ett mycket bra och nära samarbete. Vi samarbetar också mycket nära i olika internationella organisationer som FN och i Europa. De nordiska länderna har visserligen valt att gå olika vägar i sitt internationella samarbete, t.ex. när det gäller medlemskap i Nato och EU. Det är resultatet av den demokratiska processen i varje land för sig. Men vår styrka bygger på att trots att vi har valt olika vägar så delar vi gemensamma värderingar som utgör grunden för vårt samarbete. Orsaken till att jag berör detta är att det nu, som vi alla vet, råder oro i den internationella politiken. Kanske mer osäkerhet till och med än vi som är här har upplevt tidigare. Det är inte bara så att åsikterna går isär när det gäller internationellt samarbete, internationell lagstiftning och internationella organisationer, för det är ju i många avseenden inget nytt. Men nu börjar det höras röster som utmanar grundläggande mänskliga rättigheter samt demokratins och rättsstatens principer. Där måste vi dra en tydlig linje. I det sammanhanget måste de nordiska länderna låta sin röst bli hörd, precis som de har gjort hittills. Jag ser fram emot dagens debatt.