183. Silja Dögg Gunnarsdóttir (Indlæg)

Information

Speech type
Inlägg
Speech number
183
Speaker role
Præsident
Date

Ég þakka þingmanninum fyrir. Fleiri hafa ekki kvatt sér hljóðs og er umræðunni þar með lokið. Forseti leggur til að Norðurlandaráð skrái hjá sér greinargerð um jafnréttismál. Er það samþykkt? Svarið er já. Þá er þessum dagskrárlið lokið.

Tekið er fyrir 7. dagskrármálið, um alþjóðlegt samstarf. Þar sem tíminn er hlaupinn frá okkur verða heldur engin andsvör leyfð að þessu sinni. Ég bið ræðumenn um að virða ræðutíma. Forseti vill byrja á að bjóða alla alþjóðlega gesti á 71. þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi hjartanlega velkomna. Það er ánægjuefni að gestirnir hafi gefið sér tíma til þátttöku og Norðurlandaráð metur það mikils. Fyrsta á dagskrá er dagskrárliður 7.1: erlendir gestir leggja orð í belg. Fyrstur tekur til máls, fyrir hönd Vestnorræna ráðsins, Guðjón Brjánsson og ræðutíminn er 2 mínútur.

 

Skandinavisk oversættelse:

Jeg takker medlemmet. Flere har ikke bedt om ordet, og dermed er debatten afsluttet. Præsidenten foreslår, at Nordisk Råd tager Redegørelsen om ligestilling til orientering. Er det vedtaget? Svaret er ja. Dermed er dette dagsordenspunkt afsluttet.

Der indledes dagsordenspunkt 7, om internationalt samarbejde. Da vi er i tidsnød, vil der ikke blive mulighed for replikker denne gang. Jeg beder talerne om at overholde taletiden. Præsidenten vil begynde med at byde hjertelig velkommen til alle internationale gæster på Nordisk Råds 71. Session i Stockholm. Det er glædeligt, at gæsterne har givet sig tid til at deltage, hvilket Nordisk Råd værdsætter højt. Første punkt på dagsordenen er punkt 7.1, indlæg fra internationale gæster. Den første taler, på vegne af Vestnordisk Råd, er Guðjón Brjánsson, og taletiden er 2 minutter.