Dagur Norðurlanda: Tjáningarfrelsi á krepputímum á Norðurlöndum – er ástæða til að óttast?

23.03.21 | Viðburður
Mundbind
Photographer
Unsplash.com
Tjáningarfrelsi á krepputímum á Norðurlöndum: Er ástæða til að óttast?

Upplýsingar

Dates
23.03.2021
Time
15:00 - 16:00
Location

Noregur

Type
Online

Hvernig geta Norðurlönd tryggt upplýstar og frjálsar umræður í þungbærum heimsfaraldi?

Tjáningarfrelsið er grunnforsenda hins opna og lýðræðislega samfélags Norðurlandanna. Norðurlönd eru ávallt í efstu sætum árlegs lista Blaðamanna án landamæra um fjölmiðlafrelsi í heiminum og íbúar landanna fá aðgang að staðreyndum og upplýsingum til að geta tekið ákvarðanir. Norrænu löndin eru þekkt fyrir opnar umræður og samtöl – þar á meðal gagnrýni á stjórnvöld.

En kórónuveirufaraldurinn hefur sett aukin hita í umræður sem fyrir voru hatrammar. Það ógnar lýðræðislegum umræðum og tjáningarfrelsinu. Falsfréttir og villandi upplýsingar grassera á netinu. Í Svíþjóð leiddi fjöldi hótana til þess að barnalæknir hætti að rannsaka Covid-19. Hvað verður um tjáningarfrelsið í heimsfaraldi? Hvað verður um tjáningarfrelsið í heimsfaraldri?

Hvað er hægt að gera og hversu stórt vandamál er þetta fyrir Norðurlönd og opinbera umræðu? Tjáningarfrelsið er hornsteinn samfélagsins á Norðurlöndum, en hvernig varðveitum við það og þróum í heimsfaraldi?

Þetta er á meðal þess sem við fáum að heyra þegar tjáningarfrelsið á tímum heimsfaraldurs verður rætt á Degi Norðurlanda.

Umræður

  • Kjersti Løken Stavrum, stjórnandi Norsk PEN og ríkisnefndar um tjáningarfrelsi í Noregi
  • Lena Einhorn, höfundur, kvikmyndagerðarkona og veirufræðingur
  • Marianne Neraal, pólitískur stjórnandi Facebook í Noregi
  • Karolina Lång, norrænu barna- og ungmennanefndinni (NORDBUK)
  • Bente Kalsnes, samfélagsmiðlafræðingur við Háskólann í Kristjaníu og höfundur bókarinnar „Falske nyheter: Løgn, desinformasjon og propaganda i den digitale offentligheten (Cappelen Damm Akademisk)

Blaðamaðurinn Anne Håskoll-Haugen stjórnar umræðunum.