Stafrænn þjóðfundur – tíminn í kjölfar kórónuveirunnar, falsfréttir og ungt fólk og lýðræði

04.06.20 | Fréttir
Altingets sommemøde
Photographer
norden.org
Miðvikudaginn 10. júní beinir norrænt samstarf kastljósinu að norrænum lausnum og samstarfi á þremur stafrænum viðburðum. Viðfangsefnin eru falsfréttir, ungt fólk og lýðræði og Norðurlöndin eftir kórónuveiruna. Norræni samstarfsráðherrann, Mogens Jensen, Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar og Christian Juhl, fulltrúi í forsætisnefnd Norðurlandaráðs, taka þátt í umræðum með Facebook, Danmarks Ungdoms Fællesråd, Dansk Patientsikkerhedsforening og fleiri. Allt verður þetta á sumarfundi Altinget.

Hvernig sneiðum við hjá falsfréttagryfjum á kórónuveirutímum

Samkvæmt skoðakönnun telur 50 prósent aðspurðra að of mikið sé um villandi upplýsingar um kórónuveiruna á samfélagsmiðlum. 26 prósent svarenda eru sömu skoðunar varðandi fjölmiðla sem lúta ritstjórn. Hvernig komast stjórnvöld og fjölmiðlar hjá því að falla í gryfjur falsfrétta á kórónuveirutímum þegar óöryggið er við völd og samsæriskenningar og ráð og sögusagnir með æsifréttabrag rata til danskra og norrænna borgara, fjölmiðla og stjórnvalda. Við byrjum á því að taka púlsinn á fyrirbærinu falsfréttir í stærra samhengi og líta á tiltekin dæmi. Þá ætlum við að hlusta á hvernig fjölmiðlageirinn, Facebook, stofnanir og stjórnvöld geta brugðist við. Til dæmis hefur Norðurlandaráð lagt áherslu á þetta vandamál árið 2020. Þetta vandamál nær langt út yfir landamæri og ætti þess vegna kannski að leysa í samstarfi yfir landamæri.

Framsöguerindi
Christiern Santos Rasmussen, sérfræðingur í falsfréttum

Pallborð

  • Martin Ruby, Facebook, yfirmaður opinberrar stefnu á Norðurlöndum
  • Lisbeth Knudsen, aðalritstjóri Altinget og Mandag Morgen
  • Christian Juhl, fulltrúi í forsætisnefnd Norðurlandaráðs
  • Inge Kristensen, framkvæmdastjóri Dansk Selskab for Patientsikkerhed
  • Anders Bæksgaard, fundarstjóri og stjórnmálaritstjóri Politiken

Beint streymi miðvikudaginn 10. júní, kl. 13.30-14.15 hér: Hlekkur væntanlegur!

Norrænt samstarf getur lyft okkur upp úr kreppunni

Í kórónuveirufaraldrinum undanfarna mánuði hefur sýnt sig að Danmörk og Norðurlönd hafa gagn af samþættu samstarfi. Á þessum fundi með Paulu Lehtomäki, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, veður skoðað nánar hvað við höfum lært í kórónuveirufaraldrinum. Og við ætlum að horfa fram á veginn gegnum sýn Norrænu ráðherranefndarinnar 2030 sem undirrituð er af norrænu forsætisráðherrunum. Metnaðurinn stendur til þess að Danmörk og Norðurlönd verði leiðandi á sviði grænna umskipta. En hvernig verðum við það þegar kórónuveirufaraldurinn er að baki? Hvernig verðum við samkeppnishæf sem svæði? Og hvernig verðum við það á félagslega sjálfbæran hátt þannig að allar hinar 27 milljónir borgara taki þátt? Paula Lehtomäki er tilbúin með sína tillögu og segir: „Þrátt fyrir þessa erfiðu tíma höfum við allar forsendur til þess að vinna áfram að sameiginlegri sýn okkar um að Norðurlöndin verði mest samþætta svæði heims þar sem landamærin binda löndin saman fremur en að skilja þau að.“

Viðtal við Paulu Lehtomäki, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar 

Beint streymi miðvikudaginn 10. júní kl. 14.20-14.40 hér: Hlekkur væntanlegur!

Ungt fólk og almenningur styrkja lýðræðið í Danmörku og á Norðurlöndum 

Aflið í samheldni Danmerkur - já og allra Norðurlandanna - byggir á sameiginlegum gildum eins og trausti, lýðræði og jafnrétti. En aflinu í samheldninni verður að viðhalda vegna þess að því mæta stöðugar áskoranir. Hér gegna sterk ungmennahreyfing og almenningur mikilvægu hlutverki. Aflið sem hér er til staðar gagnast samfélagi okkar í mynd lýðræðislegrar borgaravitundar, menningarlegrar þátttöku og andlegrar líðanar. Við ætlum að ræða um hvernig þetta tengist hvað öðru og hvers vegna er svona mikilvægt að unga fólkið takið þátt. Og hvaða hlutverki unga fólkið og allur almenningur gegna. Við ætlum líka að ræða hvernig það gagnast ungu fólki og almenningi í Danmörku að öflugt samstarf sé á þessu sviði hjá stjórnvöldum og hagsmunaaðilum. Síðast en ekki síst ætlum við að skoða hvort þau ungmennasamtök sem nú eru til staðar nái til allra. Sem sagt líka þeirra ungmenna sem líður ekki vel eða eru á jaðri samfélagsins. Hvernig náum við til þeirra? 

Framsöguerindi
Noemi Katznelson, prófessor og forstöðumaður við Háskólann í Álaborg

Pallborð

  • Mogens Jensen, norrænn samstarfsráðherra Danmerkur 
  • Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar
  • Chris Preuss, formaður Danmarks Ungdoms Fællesråd
  • Noemi Katznelson, prófessor og forstöðumaður við Háskólann í Álaborg
  • Vibeke Hartkorn fundarstjóri

Beint streymi miðvikudaginn 10. júní, kl. 14.45-15.30 hér: Hlekkur væntanlegur!