Norrænn sérfræðingahópur hjá Sameinuðu þjóðunum: Svona brúum við lífeyrisbilið

Nordic Solutions at CSW
Upplýsingar
FN
New York,
Bandaríkin
Hvernig geta lönd heimsins byggt upp velferðarkerfi sem stuðlar að jafnrétti?
Umfjöllunarefni kvennaráðstefnuinnar, CSW63 á þessu ári er hvernig ríki heimsins geta byggt upp velferðarkerfi sem stuðlar að jafnrétti.
Meginábyrgð kvenna um allan heim á börnum og öldruðum hefur áhrif á ævitekjur þeirra. Þær eru minna á vinnumarkaði eða vinna í meira mæli hlutastörf sem skilar þeim lægri eftirlaunum.
Þetta ævilanga misvægi í dreifingu ábyrgðar og tekna er félagslegt réttlætismál sem stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins eiga eftir að leysa úr.
Þetta er norræni sérfræðingahópurinn:
- Ms. Nanna Højlund, varaformaður danska alþýðusambandsins og forkona Kvennaráðsins í Danmörku (Gender gaps in the Danish labour market: How do we address them and where are the challenges?)
- Kolbeinn Stefánsson, sérfræðingur á Hagstofu Íslands (Equal Rights to Earn and Care and funding of the parental leave system)
- Thore Hansen, Vinnumála og velferðarstofnun Noregs (Gender Issues and Redistributive Mechanisms in the Norwegian Pension System to reduce the gender pension gap)
- Hanna Onwen-Huma, sérfræðingur á jafnrettisskrifstofu Félags- og heilbrigðismálaráðuneytis Finnlands (Gender mainstreaming as a tool to ensure compatibility of social security polies with gender equality goals)
- Heini Möller, forstöðumaður eftirlits með siðareglum hjá lögfræðisviði sænsku almannatryggingastofnunarinnar (the impact of the integration of gender issues in the entire Swedish Social Insurance’s activities – real before and after example/s)
- Fundarstjóri: Ruti Levtov, rannsóknastjóri hjá Promundo
Ert þú á CSW? Velkomin/n í fundarherbergi 12, 13. mars kl 10-11.15 að bandarískum tíma!
BEIN ‚UTSENDING FRÁ UMRÆÐUNUM: Miðvikudaginn 13. mars, kl. 15-16.15 að dönskum tíma
Taktu þátt í umræðunni á Twitter - #CSW63, #NordicSolutions

