Hittið okkur á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW) í New York!
Upplýsingar
UN, ECOSOC Chamber
New York,
Bandaríkin
Umræður: The gender effect of leave and care policies – stronger with dads involved!
Í ár er efni fundar kvennanefndarinnar, CSW63, hvernig ríki heimsins geta byggt upp félagslegt kerfi þar sem stutt er við jafnrétti kynjanna.
Þetta felur meðal annars í sér ódýra og góða umönnun fyrir börn, launað foreldraorlof og niðurgreidda umönnun aldraðra sem veitir konum tækifæri til að starfa utan heimilis.
Meginskilaboð norrænu ráðherranna er: Deilið umönnuninni, „Share the care!“ Karlmenn sem bera ábyrgð á börnum og ólaunuðum heimilisstörfum til jafns við konur munu einnig njóta aukins jafnréttis kynja á vinnumarkaði.
Jafnrétti kynjanna hefst á heimilinu! Það að deila með sér ólaunaðri umönnun skiptir sköpum bæði fyrir konur og karla. Á Norðurlöndum hefur í áratugi verið lögð pólitísk áhersla á að koma á fót ódýrri og góðri umönnun fyrir börn, launuðu foreldraorlofi og umönnun aldraðra. Niðurstaðan - fleiri konur á vinnumarkaði, fleiri feður heima.
SJÁIÐ BEINA ÚTSENDINGU FRÁ UMRÆÐUNUM: Streymt verður beint frá umræðunum kl. 20–21.15 að dönskum tíma á http://webtv.un.org/watch/ecosoc-en/5701464102001
Verður þú á CSW? Vertu velkomin í fundarherbergið ECOSOC kl. 15–16.15 að staðartíma!
Í pallborði:
- Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Íslandi
- Åsa Lindhagen, jafnréttisrmálaráðherra, Svíþjóð
- Eva Kjer Hansen, jafnréttismálaráðherra og ráðherra norrænnar samvinnu, Danmörku
- Päivi Sillanaukee, ráðuneytisstjóri félags- og heilbrigðismálaráðuneytis, Finnlandi
- Eydgunn Samuelsen, jafnréttismálaráðherra, Færeyjum
- Trine Skei Grande, menningar- og jafnréttismálaráðerra, Noregi
- H.E. Bathabile Olive Dlamini, ráðherra málefna kvenna, Suður-Afríku
- Fundarstjóri: Femi Oke
Nánari upplýsingar um stuðning við jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði: