Um Norræn jafnréttisáhrif á vinnumarkaði

Fadumo Q Dayib at the launch of the Nordic prime ministers' initiative "Nordic Solutions to Global Challenges", May 2017
Photographer
Silje Katrine Robinson/norden.org
Jafnrétti kynjanna og mannsæmandi atvinnutækifæri fyrir alla eru meðal brýnustu viðfangsefna í heiminum í dag. Bregðast verður við þeim með því að vinna saman og skiptast á þekkingu og upplýsingum, á staðbundnum, svæðisbundnum og alþjóðlegum vettvangi.

The Nordic Gender Effect at Work is the Nordic prime ministers’ flagship project to promote gender equality as a goal in its own right, and as a prerequisite for decent work and economic growth.

There is a growing realization globally that in order to achieve sustainable and inclusive growth, societies need to harness the full potential and talent of the entire population—women and men. This is evidenced by the global commitment to the 2030 Agenda for Sustainable Development. This flagship is firmly rooted in the Sustainable Development Goals’ commitment to “leave no-one behind”, and specifically linked to SDG 5 on gender equality and SDG 8 on decent work.

The Nordic countries are commended for demonstrating that investment in gender equality yields well-being and economic gains. Still, there is much work to be done within the region to close the gender gap. In times when we face substantial setbacks to the progress on gender equality globally, the Nordic region is raising its voice on the matter – to share experiences and foster dialogue that can accelerate progress, globally and at home. 

Stoðir norrænu jafnréttisáhrifanna

Á Norðurlöndum hefur lengi verið lögð áhersla á jafnrétti kynjanna og sú áhersla hefur borið árangur sem birtist í Norrænu jafnréttisáhrifunum. Flaggskipsverkefnið er svar við vaxandi alþjóðlegum áhuga á þekkingu á því hvernig norrænar leiðir hafa leitt til þess að konur og karlar taka þátt í atvinnulífinu á jafnréttisgrundvelli.

Fjórar stoðir flaggskipsverkefnisins eru:

  • Fæðingarorlof sem skiptist milli foreldra
  • Góð barnagæsla á viðráðanlegu verði og menntun allt frá ungum aldri sem stuðlar að jafnrétti kynjanna
  • Sveigjanlegur vinnutími
  • Starfsvenjur sem stuðla að jafnrétti kynjanna í stjórnum

Markmið

Verkefnið Norræn jafnréttisáhrif á vinnumarkaði er flaggskipsverkefni norrænu forsætisráðherranna og er ætlað að að stuðla að jafnrétti kynjanna, bæði sem markmið í sjálfu sér og sem grunnur að mannsæmandi atvinnutækifærum og hagvexti. Í flaggskipsverkefninu er einkum leitast við að:

  • Auka aðgengi að norrænni þekkingu á lykilsviðum, þekkingu sem gæti stuðlað að því að greiða fyrir lausnum og framþróun í öðrum samtökum, stofnunum, þjóðlöndum og svæðum;
  • Styrkja baráttu og miðlun norrænnar stefnu og starfsvenja til að stuðla að jafnrétti kynjanna með samstarfi og þátttöku ráðamanna í umræðum á alþjóðlegum vettvangi;
  • Auka þekkingu frá svæðum utan Norðurlanda á aðferðum sem geta stuðlað að auknu jafnrétti kynjanna.

Aðgerðir

Flaggskipið felst í aðgerðum þar sem Norðurlöndin geta lagt sitt af mörkum til að skapa þekkingu, miðla henni og kynna meðal ráðamanna. Komið verður á fót  þekkingarbanka á árinu 2018 sem samanstendur af stuttum yfirlitum um norræna reynslu af fæðingarorlofi, barnagæslu, sveigjanlegan vinnutíma og starfsvenjum í stjórnun sem stuðla að jafnrétti, ásamt myndböndum og annars konar miðlun. Enn fremur verður í alþjóðlegri kynningu og skoðanaskiptum í hópi leiðtoga leiddur saman fjölbreyttur hópur hagsmunaaðila í pallborðsumræðum og á viðburðum þar sem fjallað verður um stefnumótun og leiðir sem hafa leitt til aukinnar efnahagslegrar valdeflingar kvenna.

Samstarfsaðilar

Norrænir og alþjóðlegir samstarfsaðilar eru viljugir til þess að miðla gagnlegri þekkingu og reynslu, þar með taldar ríkisstjórnir, stofnanir Sameinuðu þjóðanna, stofnanir á Norðurlöndum, félagasamtök og ekki síst fyrirtæki sem hafa gegnt forystuhlutverki varðandi kynjajafnrétti í einkageiranum. Samstarfsaðilar fyrri viðburða eru meðal annars UN Women, ILO, Spotify, New America, ITUC og NHO.

Hafið samband – finnið tengiaðila hér að neðan.

Fyrri viðburðir

„Norðurlandabúar vinna í gullnu jafnvægi“ Í myndskeiðum sem unnin eru af verðlaunaljósmyndaranum Moa Karlberg er farið í heimsókn til átta einstaklinga á Norðurlöndum þar sem þeir segja frá lífi sínu og hvernig þeir finna fyrir jafnrétti kynjanna eða skorti á því sama í daglegu lífi sínu.

Stuttmyndir

Stuttmyndir