Atvinnuleit á Grænlandi

Naturresursrådet i Attu vid Grönlands västkust
Photographer
Naturresursrådet i Attu vid Grönlands västkust
Hér er að finna tengla á vefgáttir þar sem auglýst eru laus störf á öllu Grænlandi.

Vinnumarkaðurinn á Grænlandi er sérstakur. Flest störf eru í opinbera geiranum eða í stórum fyrirtækjum sem eru í eigu landsstjórnarinnar. Einkageirinn er mjög lítill.Atvinnuleysi er mjög lítið og erfitt er að laða að vinnuafl í ákveðnar stöður í tilteknum atvinnugreinum. Atvinnumöguleikar eru góðir, einkum fyrir háskólamenntaða og heilbrigðisstarfsfólk.

Störf hjá hinu opinbera

Landsstjórn Grænlands er einn stærsti atvinnurekandi Grænlands og laus störf eru auglýst á vef landsstjórnarinnar Nanoq.

Grænlensk sveitarfélög hafa umsjón með margs konar starfsemi sem í mörgum öðrum löndum væri falin einkaaðilum. Grænland skiptist í fimm sveitarfélög: Avannaata í norðri, Qeqertalik og Qeqqata á vesturströndinni, Kujalleq í suðri og Sermersooq sem nær yfir landssvæði frá austurströndinni til vesturstrandarinnar.

Höfuðborg Grænlands, Nuuk, er í sveitarfélaginu Semersooq.

Aðrar starfagáttir

Landsstjórnin rekur starfagáttina suli.gl þar sem safnað er saman atvinnuglýsingum frá bæði opinberum og einkareknum fyrirtækjum á öllu Grænlandi.

Bæði opinberir atvinnurekendur og mörg fyrirtæki auglýsa í dönsku starfagáttinni Jobindex þar sem hægt er að leita sérstaklega að störfum á Grænlandi.

Fjölmiðlafyrirtækið Sermitsiaq AG rekur starfagátt þar sem störf á öllu Grænlandi eru auglýst.

HireMe er grænlensk starfagátt sem eingöngu miðast við Grænland. Þar er að finna störf í öllum grænlenskum sveitarfélögum.

Sumarstörf á Grænlandi

Nordjobb miðlar sumarstörfum á Norðurlöndum til ungmenna á aldrinum 18–30 ára.

Umsækjendur þurfa að

  • vera ríkisborgarar norrænna landa eða Evrópusambandsríkja
  • vera 18–30 ára

Það er kostur að tala sænsku, norsku eða dönsku en í sumum tilvikum er einnig hægt að skila inn umsóknum á ensku.

Skrifstofa Sambands norrænu félaganna í Kaupmannahöfn hefur umsjón með Nordjobb.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna