Atvinnuleit á Grænlandi

Vinnumarkaðurinn á Grænlandi er sérstakur. Flest störf eru í opinbera geiranum eða í stórum fyrirtækjum sem eru í eigu landsstjórnarinnar. Einkageirinn er mjög lítill.Atvinnuleysi er mjög lítið og erfitt er að laða að vinnuafl í ákveðnar stöður í tilteknum atvinnugreinum. Atvinnumöguleikar eru góðir, einkum fyrir háskólamenntaða og heilbrigðisstarfsfólk.
Störf hjá hinu opinbera
Landsstjórn Grænlands er einn stærsti atvinnurekandi Grænlands og laus störf eru auglýst á vef landsstjórnarinnar Nanoq.
Grænlensk sveitarfélög hafa umsjón með margs konar starfsemi sem í mörgum öðrum löndum væri falin einkaaðilum. Grænland skiptist í fimm sveitarfélög: Avannaata í norðri, Qeqertalik og Qeqqata á vesturströndinni, Kujalleq í suðri og Sermersooq sem nær yfir landssvæði frá austurströndinni til vesturstrandarinnar.
Höfuðborg Grænlands, Nuuk, er í sveitarfélaginu Semersooq.
Aðrar starfagáttir
Landsstjórnin rekur starfagáttina suli.gl þar sem safnað er saman atvinnuglýsingum frá bæði opinberum og einkareknum fyrirtækjum á öllu Grænlandi.
Bæði opinberir atvinnurekendur og mörg fyrirtæki auglýsa í dönsku starfagáttinni Jobindex þar sem hægt er að leita sérstaklega að störfum á Grænlandi.
Fjölmiðlafyrirtækið Sermitsiaq AG rekur starfagátt þar sem störf á öllu Grænlandi eru auglýst.
Sumarstörf á Grænlandi
Nordjobb miðlar sumarstörfum á Norðurlöndum til ungmenna á aldrinum 18–30 ára.
Umsækjendur þurfa að
- vera ríkisborgarar norrænna landa eða Evrópusambandsríkja
- vera 18–30 ára
- hafa kunnáttu í sænsku, norsku eða dönsku
Skrifstofa Sambands norrænu félaganna í Kaupmannahöfn hefur umsjón með Nordjobb.
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.