Tollareglur á Grænlandi

skibe ved havnen Sikuki i Nuuk
Ljósmyndari
Maasi Brøns Chemnitz
Hér er fjallað um reglur sem gilda um tolla og innflutning á varningi og munum í einkaeigu til Grænlands.

Tollur er gjald sem greiða þarf til að fá að flytja ýmsa muni og eigur frá einu landi til annars.

Mismunandi lönd og svæði hafa gert mismunandi tollabandalög sín á milli; innan ESB þarf til dæmis ekki að greiða toll þegar varningur er sendur eða fluttur milli landa.

Tollar vegna innflutnings á Grænlandi

Á Grænlandi þarf að tollafgreiða allan innfluttan varning.  

Varningur sem sendur er til Grænlands með frakt fer frá Grænlandshöfn í Álaborg í Danmörku og sér fyrirtækið Royal Arctic Line (RAL) þá um flutninginn. RAL aðstoðar einnig í tollamálum.

Sendir þú hins vegar með flugpósti sér fyrirtækið Tusass um tollafgreiðslu. Tusass innheimtir ekkert gjald fyrir tollafgreiðsluna.

Þó eru vissar undantekningar varðandi tollafgreiðslu vegna ferðalaga til Grænlands, en hægt er að versla skattfrjálst þegar ferðast er frá Kastrup-flugvelli, Reykjavík, Kangerlussuaq og Narsarsuaq.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna