Leiðbeiningar: starfað á Grænlandi

Værktøj på anlægsarbejder på Island
Photographer
Yadid Levy / Norden.org
Hér er það helsta sem þú þarft að vita, hafir þú hug á að sækja um vinnu á Grænlandi.

Ef þú ert að hugleiða að sækja um vinnu á Grænlandi er að ýmsu að huga. Þú þarft meðal annars að huga að atvinnuleit, starfsréttindum, skattamálum, almannatryggingum, búslóðaflutningum, húsnæði og starfskjörum. Hér að neðan er listi yfir það helsta sem þú þarft að athuga, viljir þú starfa á Grænlandi.

Atvinnuleyfi

Ef þú ert ríkisborgari norræns lands máttu búa og starfa á Grænlandi án þess að sækja um atvinnu- eða dvalarleyfi. Sértu með ríkisfang í öðru landi gilda mismunandi reglur eftir því hvort þú ert ríkisborgari ESB-/EES-lands eða ekki.

Atvinnuleit

Fólk sem flytur til Grænlands hefur í flestum tilfellum fundið sér vinnu áður. Atvinnuleysi er afar lágt á Grænlandi og ávallt fjöldi lausra starfa í boði.

Starfsréttindi

Hyggist þú starfa innan tiltekinnar atvinnugreinar þarftu að hafa tilskilin starfsréttindi. Innan vissra atvinnugreina nægir að hafa starfsréttindi frá norrænu löndunum til að mega starfa á Grænlandi, en í öðrum greinum þarftu að sækja um dönsk eða grænlensk starfsréttindi. Þú skalt spyrja vinnuveitanda þinn eða yfirvöld hvað þú þurfir að gera í þessu sambandi.

Laun og ráðningarkjör

Vinnumarkaðurinn á Grænlandi samanstendur af einkageira og opinberum geira. Kveðið er á um starfskjör innan beggja þessara geira í grænlenskum lögum.

Meirihluti launafólks á Grænlandi starfar innan opinbera geirans. Laun þess ráðast því af kjarasamningum. Það getur verið góð hugmynd að hafa samband við stéttarfélag á þínu starfssviði í tengslum við ráðningu þína í nýtt starf á Grænlandi.

Vinnuvikan á Grænlandi er almennt 40 klukkustunda löng. 

Stéttarfélög

Stéttarfélög eiga sér ekki langa hefð á Grænlandi, en núorðið hafa flestar sérhæfðar starfsgreinar stofnað stéttarfélög.
Ef þú ert starfsmaður háskóla eða menntaskólakennari geturðu snúið þér til undirfélaga vissra danskra stéttarfélaga, sem taka við meðlimum búsettum á Grænlandi.

Atvinnuleysistryggingasjóður (A-kasse)

Á Grænlandi eru engir atvinnuleysissjóðir og þar eru ekki greiddir atvinnuleysisdagpeningar. Þó er ráðlegt að þú haldir aðild að þínum fyrri atvinnuleysissjóði, því þú getur ekki skráð þig í slíkan sjóð meðan þú dvelur á Grænlandi og þú gætir því verið án atvinnuleysistryggingar þegar þú flytur aftur til heimalands þíns.

Flutningar og húsnæði

Mikill skortur er á húsnæði í stærstu bæjum Grænlands. Því fylgja starfsmannaíbúðir mörgum störfum, bæði í opinberum geira og einkageiranum. Þú ættir að nefna húsnæðismál í samningaviðræðum þegar þú sækir um starf. Afar erfitt getur reynst að finna húsnæði upp á eigin spýtur.

Skattamál

Ef þú átt heima á Grænlandi eða dvelur þar í meira en sex mánuði berðu þar fulla skattskyldu. Í því felst að þú átt að gefa upp og greiða skatt af öllum tekjum þínum – hvort sem þeirra er aflað á Grænlandi eða í öðru landi.

Ef þú dvelur á Grænlandi skemur en sex mánuði berðu þar takmarkaða skattskyldu. Það þýðir að þú greiðir aðeins skatt af vinnu sem unnin er á Grænlandi. Um leið og þú hefur tilkynnt flutninga til Grænlands skaltu hafa samband við Skattestyrelsen og fá útgefið skattkort. Hafir þú flutt frá Danmörku skaltu jafnframt sækja um undanþágu frá því að greiða skatt í Danmörku.

Almannatryggingar

Ef þú flytur til Grænlands til að vinna er almenna reglan sú að þú eigir aðild að grænlenskum almannatryggingum.

Aðild að almannatryggingum í tilteknu landi felur í sér að þú lýtur reglum þess lands í málum á borð við:

Árstíðabundin störf fyrir ungt fólk

Nordjobb miðlar árstíðabundnum störfum til ungmenna á Norðurlöndum eða í löndum ESB á aldrinum 18 til 30 ára. Þú þarft að vera norrænn ríkisborgari og kunna dönsku, norsku eða sænsku.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna