Ríkisborgararéttur í Færeyjum

Statsborgerskab på Færøerne
Færeyskur ríkisborgararéttur er ekki fyrir hendi og gilda danskar reglur á þessu sviði. Nánari upplýsingar um þær er að finna hér.

Færeyskur ríkisborgararéttur er ekki fyrir hendi. Flestir íbúar Færeyja eru danskir ríkisborgarar. Því gilda danskar reglur einnig.

Hægt er að fá danskan ríkisborgararétt með yfirlýsingu til Rigsombudsmanden í Færeyjum. Það á þó aðeins við ef þú hefur haft danskan ríkisborgararétt frá fæðingu og seinna misst hann eða ert með ríkisborgararétt í öðru norrænu ríki.

Allir aðrir geta sótt um ríkisborgararétt.

Dönskum ríkisborgararétti fylgja ákveðin réttindi og skyldur sem eru:

  • Réttur til þess að dvelja og starfa í ríkinu, reka fyrirtæki o.s.frv.
  • Réttur til þess að njóta aðstoðar frá ríkinu og réttur til námsstyrkja
  • Vernd frá ríkinu (einnig frá dönskum fulltrúum erlendis)
  • Kosningaréttur og kjörgengi
  • Að geta orðið embættismaður
  • Herskylda

Börn fædd í Færeyjum

Barn sem á annað hvort móður eða föður með danskan ríkisborgararétt fær danskan ríkisborgararétt við fæðingu.

Ef foreldrarnir eru ekki í hjónabandi og aðeins faðirinn er með danskan ríkisborgararétt fær barnið aðeins danskan ríkisborgararétt ef það er fætt innan ríkisins. Ef foreldrarnir ganga hins vegar í hjónaband áður en barnið verður átján ára fær barnið danskan ríkisborgararétt.

Ættleiðing

Erlent barn undir 12 ára aldri sem er ættleitt með dönsku leyfi til ættleiðingar verður danskur ríkisborgari við ættleiðinguna, ef barnið er ættleitt af hjónum þar sem annað hjóna að lágmarki er danskur ríkisborgari, eða af ógiftum dönskum ríkisborgara. Barnið verður danskur ríkisborgari frá þeim tíma sem réttaráhrif ættleiðingarinnar hefjast.

Nánari upplýsingar um ættleiðingar hjá yfirvöldum.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna