Rafræn skilríki í Færeyjum – Samleikin

samleikin logo
Photographer
Talgildu Føroyar
Samleikin eru færeysk rafræn skilríki sem hægt er að nota til að skrá sig inn á opinberar og einkareknar sjálfsafgreiðslulausnir á borð við Vangin og heimabanka.

Samleikin virkar einnig sem rafræn undirskrift og hefur sömu réttaráhrif og hefðbundin undirskrift.

Samleikin er hluti af Talgildu Føroyar (Digital Faroe Islands) sem þróar og rekur stafræna innviði í Færeyjum.

Hvað er Samleikin

Samleikin er fyrst og fremst forrit fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem hægt er að sækja í App Store og Google Play. Einnig er hægt að fá Samleikin á USB en til þess þarf að koma í eigin persónu til Talgildu Føroyar í Þórshöfn.

Til hvers er hægt að nota Samleikin?

Hægt er að nota Samleikin til þess að eiga samskipti við fjölda opinberra og einkarekinna þjónusta í Færeyjum. Samleikin veitir aðgang að heimabanka, tryggingum, skattayfirvöldum og allri þeirri rafrænu þjónustu sem er að finna á Vangin.

 

Vangin inniheldur meðal annars:

Rafpóst – Mínboks

Dagatal

Sjálfsafgreiðslulausnir fyrir alla þjónustu

Persónuupplýsingar

Samskiptaupplýsingar

Rafræna undirskrift

 

Aðgang að Vangin má fá í gegnum heimasíðuna vangin.for og í Vangin-appinu.

Hvernig fær maður Samleikin?

Hægt er að fá Samleikin ef:

maður er með færeyska kennitölu (P-tal)

maður hefur náð 13 ára aldri

maður uppfyllir kröfur um skilríki:

  1. Maður er með færeyskt eða danskt vegabréf eða ökuskírteini
  2. Nánari upplýsingar í tengslum við vegabréf frá öðrum löndum má nálgast á samleikin.fo/foreign

Hægt er að skrá Samleikin beint í Samleikin-appinu. Maður þarf að hafa skilríki við höndina þegar skráning fer fram. Ef maður er með önnur færeysk eða dönsk skilríki þarf einnig að hafa vott og hitta þarf starfsfólk skráningarinnar. Fundurinn getur verið rafrænn.

Hvar færðu svör við spurningum?

Talgildu Føroyar

Staravegur 8, 100 Torshavn

Sími: +298 351881

Netfang:  1881@talgildu.fo

Nánari upplýsingar

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna