Hvað kostar ögn af nýjum jarðvegi, herra ánamaðkur?

Skovl med jord
Photographer
Neslihan Gunaydi / Unsplash.com
Þú færð uppáhaldsperuna þína, hreina vatnið, morgunkaffið og yndislegu gönguferðina í skóginum vegna þess að náttúran gefur af sér. Tap á líffræðilegri fjölbreytni og hrunin vistkerfi er hins vegar hvort tveggja talið til mestu áhættuþátta komandi áratugar.

Í tengslum við alþjóðlegu efnahagsráðstefnuna í janúar 2020 gerðu 750 sérfræðingar og ráðamenn lista yfir þau fimm vandamál sem ollu þeim mestum áhyggjum. Í fyrsta sinn tóku allar hnattrænu ógnanirnar fimm til umhverfismála. Er ekki dæmigert að efnahagslegt verðmæti náttúruafurða skuli ekki uppgötvast fyrir en er farið að draga úr þeim eða þær horfnar með öllu?

Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni metur það svo að ein milljón af átta milljónum tegunda í heiminum séu í útrýmingarhættu og margar muni hverfa á næstu áratugum. 

Enginn vísindamaður veit hversu margar tegundir geta horfið áður en geta náttúrunnar til þess að sjá fyrir okkur hverfur. Það sem við vitum er að allt of margar plöntur og dýr eru í útrýmingarhættu vegna þess að lífríki þeirra er raskað. 

Efnahagur okkar byggir á því að náttúran haldi áfram að skila afurðum. Skógur og haf hjálpa okkur að hreinsa andrúmsloftið og jafna loftslag með því að binda koldíoxíð. Skordýrin hjálpa okkur að brjóta niður sorp og eiturefni, mynda nýjan jarðveg, verjast meindýrum og frjóvga plönturnar. 

Náttúran sér okkur fyrir korni, fiski, viði og líforku.

Oft er litið svo á að afurðir náttúrunnar séu ókeypis - þrátt fyrir að reiknað hafi verið út að verðmæti þeirra nemi á heimsvísu um 125 billjónum Bandaríkjadollara á ári. En ef litið er svo á að afurðirnar séu ókeypis þá er enginn efnahagslegur hvati til þess að óttast um vistkerfið. 

Staðreyndir:

  • Ein milljón dýra- og plöntutegunda eru í útrýmingarhættu, margar þeirra geta horfið strax á næstu tíu árum. Þetta er neyðarástand sem er hættulegt fyrir framtíð mannkyns. Fimm meginástæður þess að staðan er svona eru  
  • 1. Að dýr og náttúra verða undir þegar mannfólkið nýtir jörðina og vatnið. 2. Að við veiðum of mikið á sjó og landi 3. Loftslagsbreytingar 4. Mengun 5. Útbreiðsla framandi tegunda.

Þetta getur þú gert:

  • Taktu þátt og gerðu þær kröfur til stjórnmálafólks og fyrirtækja að gæði náttúrunnar séu metin til þess að teknar verði skynsamlegar og sjálfbærar ákvarðanir.