Skiptu um skó og minnkaðu vistsporið

Pige med hat
Photographer
Felipe Galvan / Unsplash.com
Hversu skaðleg getur kaka verið? Eða þessi fallegi bómullartoppur? Býsna skaðleg, eiginlega.

Ef er pálmaolía í kökunni er hætta á að talsverðum regnskógi hafi verið fórnað. Og ef þú varst óheppin/n þá kostaði það bæði gríðarlegt vatnsmagn og skordýraeitur að rækta bómullina í toppinn.  Plöntum og dýrum gæti hafa verið fórnað og líffræðileg fjölbreytni minnkað á þeim stöðum sem bómullinn og pálmaolían voru ræktuð. Maður gæti haldið að við sem búum hér á Norðurlöndum tækjum ekki svo mikið pláss. Fimm lítil lönd á norðurhjara veraldar.

En hvert og eitt okkar tekur óhóflega mikið pláss einhvers staðar annars staðar í heiminum - þar sem allt það sem við kaupum er framleitt! 

Það segir sig sjálft að allir geta ekki gert eins og við. Þegar er hart sótt að mörgum dýrum og plöntum vegna framleiðslu og neyslu manna. Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni varar við því að hætta sé á að ein milljón tegunda hverfi í náinni framtíð. 

Staðreyndir:

  • Hægt er að meta vistspor í hekturum á heimsvísu. 
  • Við mannfólkið höfum úr 1,7 hektara ræktanlegs lands að spila ef við viljum skipta auðlindunum jafnt. 
  • En ef þú átt heima í Danmörku þá notarðu 6,8 hektara á heimsvísu til þess að framleiða allt það sem þú neytir, taka við sorpinu sem myndast og kolefnisjafna. Tölurnar fyrir þetta eru 6,5 í Svíþjóð og 6,3 í Finnlandi. 

Þetta getur þú gert:

  • Farðu með fötin í endurvinnslu, skiptstu á fötum við aðra, seldu fötin sem þú notar ekki og kauptu notuð föt.
  • Bakaðu kökurnar þínar sjálf/ur eða leitaðu uppi vörur þar sem hefur verið notuð vottuð pálmaolía.