Ann Linde er nýr samstarfsráðherra í Svíþjóð

21.01.19 | Fréttir
Ann Linde, nordisk samarbetsminister i Sverige.

Ann Linde, nordisk samarbetsminister i Sverige.

Photographer
Kristian Pohl / Regeringskansliet
Ann Linde úr flokki sósíaldemókrata hefur verið skipuð nýr samstarfsráðherra Norðurlanda í Svíþjóð. Hún var útnefnd á mánudaginn um leið og Stefan Löfven kynnti nýja ríkisstjórn sína.

Ann Linde var viðskipta- og Evrópusambandsráðherra á fyrra ráðherratímabili sínu. Hún varð ráðherra á miðju kjörtímabili í maí 2016.

Í nýrri ríkisstjórn Svíþjóðar verður Ann Linde áfram viðskiptaráðherra en ber auk þess ábyrgð á norrænu samstarfi. Á fyrra kjörtímabilinu bar Margot Wallström ábyrgð á Norðurlandamálunum.

Ann Linde er fædd 1961 og er með meistarapróf í stjórnmála-, félags- og þjóðhagfræði frá háskólanum í Stokkholmi. Hún hefur í áraraðir starfað að Evrópusambandsmálum og alþjóðlegum málefnum í flokki sósíaldemókrata.

Áður en Ann Linde varð ráðherra var hún ráðuneytisstjóri hjá þáverandi innanríkisráðherra, Anders Ygeman.