Nýtt norrænt verkefni: Notuð vefnaðarvara ætti að öðlast framhaldslíf í auknum mæli

03.03.15 | Fréttir
Genbrug
Ljósmyndari
Sigurður Ólafsson/norden.org
Norðurlöndunum er akkur í því að auka endurnýtingu og endurvinnslu vefnaðarvöru, samkvæmt nýjum skýrslum frá Norrænu ráðherranefndinni. Unnin hefur verið tillaga að sameiginlegri stefnumótun um að auka endurnýtingu og endurvinnslu vefnaðarvöru og vefnaðarúrgangs. Markmiðið með stefnumótuninni er að lengja líftíma fatnaðar með því að bæta söfnun, flokkun og meðferð notaðrar vefnaðarvöru.

Neysla á vefnaðarvöru fer vaxandi á Norðurlöndum. Í dag nemur hún um 350 þúsund tonnum á ári en búist er við því að árið 2020 verði árleg neysla orðin um 450 þúsund tonn. Um 120 þúsund tonnum notaðrar vefnaðarvöru er safnað árlega til endurnýtingar og endurvinnslu, en hægt væri að safna mun meiru.

Markmiðið með stefnumótunartillögunni er að lengja líftíma vefnaðarvöru með betri hönnun og aukinni endurnýtingu. Vefnaðarvöru, sem ekki er unnt að endurnýta frekar, skal endurvinna í nýjan vefnað.

Samkvæmt skýrslunni „A Nordic textile strategy“ mætti skapa fjögur þúsund ný störf með því að bæta söfnun og endurvinnslu vefnaðarvöru á Norðurlöndum. Eigi stefnumótunartillagan að verða að veruleika, þarf að taka pólitískar ákvarðanir og þróa tæknilausnir.

Tillagan að norrænni stefnumótun um að auka endurnýtingu og endurvinnslu á vefnaðarvöru heyrir undir átaksverkefni Norrænu ráðherranefndarinnar um grænan hagvöxt.

Vottun og viðskiptalíkön

Samantekt á aðferðum til að bæta söfnun á vefnaðarvöru má finna í tveimur skýrslum.

Í skýrslunni „The Nordic textile commitment“ er lagt til að taka upp vottunarkerfi og siðareglur fyrir aðila sem vilja safna textílúrgangi, til að auka gæði í söfnunarferlinu. Vottunin myndi m.a. varða góðgerðastofnanir, aðila sem meðhöndla úrgang, framleiðendur og innflutningsaðila.

Skýrslan „EPR systems and new business models“ fjallar um hvernig þróa megi hin ýmsu stjórntæki til að skapa hvata fyrir sjáfbærari viðskiptalíkön, svo sem starfsemi sem gengi út á að leigja, lána eða selja notaðan fatnað. Eitt af þeim stjórntækjum sem verið er að skoða varðar ábyrgð framleiðanda.

Downloads

The reports are a part of the Nordic Prime Ministers' green growth initiative.

Read a policy brief of all three textile projects

Output from he three textile projects:

A Nordic textile strategy – Part II: A proposal for increased collection, sorting, reuse and recycling of textiles

The Nordic textile commitment – A proposal of a common quality requirement system for textile collection, sorting, reuse and recycling

EPR systems and new business models – Part II: Policy packages to increase reuse and recycling of textiles in the Nordic region