Ráðherrar vilja að norræn fyrirtæki auki útflutning á orkutækni

22.05.18 | Fréttir
Energiministrar på möte i maj 2018
Photographer
Matts Lindqvist/norden.org
Orkumálaráðherrar Norðurlanda hvetja fyrirtæki til að leggja fram tillögur til eflingar sameiginlegan útflutningi landanna á sjálfbærum orkulausnum. Ráðherrarnir hafa sent bréf þess efnis til atvinnulífsins.

Orkumálaráðherrarnir samþykktu innihald bréfsins á fundi sínum í Lundi 22. maí sl. Í bréfinu sem undirritað er af orkumálaráðherrum norrænu landanna fimm auk Álandseyja og Færeyja er fyrirtækjum á Norðurlöndum boðið að leggja fram tillögur um hvernig efla megi norrænan útflutning á orkutækni og kerfislausnum.

„Norðurlönd eru leiðandi í heiminum á sviði loftslagsvænna orkugjafa og þá staðreynd eiga fyrirtækin að nýta sér í auknum mæli.

„Norðurlönd eru leiðandi í heiminum á sviði loftslagsvænna orkugjafa og þá staðreynd eiga fyrirtækin að nýta sér í auknum mæli. Við sjáum að alþjóðlega stórfyrirtæki í orkugeira fjárfesta gífurlega í sjálfbærum lausnum og samkeppnin eykst á methraða. Norðurlandaþjóðirnar ættu að vera meira samtaka í þeirri samkeppni ef við ætlum að halda forskoti okkar í þeim efnum heiminum einnig framvegis,“ segir Ibrahim Bayland, ráðherra stefnusamræmingar og orkumála í Svíþjóð.

Bréfið verður sent til valinna samtaka atvinnulífsins í öllum löndunum. Stefnt er að því að atvinnulífið geti lagt fram tillögur sínar fyrir næsta fund norrænu orkumálaráðherranna sem fram fer á Íslandi að ári.

Ástæðuna fyrir bréfi ráðherranna til atvinnulífsins má rekja til skýrslu um norrænt samstarf um orkumál í framtíðinni sem Jorma Ollila fyrrum framkvæmdastjóri Nokia vann að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar og sem kom út í fyrra. Í þeirri skýrslu er lagt til mótuð verði sameiginleg útflutningsstefna Norðurlanda sem viðskiptaráð og samtök atvinnulífsins í löndunum sjái um framkvæmdina á.

Samstarf á raforkumarkaði eflt með málþingi og nýrri sýn

Á fundinum staðfestu ráðherrarnir að fyrsta árlega málþingið um raforkumarkaðsmál verði haldið í haust. Þangað verða boðaðir ýmsir aðilar og ráðamenn á sviði orkumála til að móta framtíðarsýn fyrir norræna raforkumarkaðinn, en þá tillögu er einnig að finna í skýrslu Jorma Ollila. Markmiðið með málþinginu er að efla samtal viðeigandi aðila um hvert norrænn raforkumarkaður stefnir og ræða orkumál sem eru í brennidepli. Málþingið um raforkumarkaðsmál er ein af tillögum Ollilaskýrslunnar.

„Það er fagnaðarefni hvað orkumálaráðherrarnir og orkufyrirtæki hafa tekið vel í skýrslu Jorma Ollila. Það sýnir að þær stefnumótandi úttektir sem við höfum unnið og eigum eftir að gera á öðrum sviðum norræns samstarfs eru mikilvæg tæki til að auka pólitískt vægi og áhrif samstarfsins. Við erum öflugri þegar við bregðumst sameiginlega við áskorunum í loftslagsmálum og stöndum saman í samkeppni um hreinar orkulausnir á heimsmarkaði,“ segir Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

Vika full af orku

Norrænu ráðherrarnir héldu árlegan fund sinn í tengslum við viðburðaríka viku hreinnar orku sem haldin er beggja megin Eyrarsundsins Orkumálaráðherrar frá stærstu hagkerfum heims funda í Kaupmannahöfn og Malmö undir fánum Clean Energy Ministerial (CEM9) og Mission Innovation (MI3), en að þeim koma Norðurlönd og öll G20-löndin. Þessa dagana fara fram ýmsir viðburðir tengdir orkumálum undir yfirskriftinni Nordic Clean Energy Week.

Að undirbúningi og framkvæmd CEM9 og MI3 koma norrænu löndin, Norræna ráðherranefndin og framkvæmdastjórn ESB.