Ríkisstjórn Finnlands fer frá

08.03.19 | Fréttir
Finlands statsminister Juha Sipilä på Nordisk råds sesjon i København 2016.

Finlands statsminister Juha Sipilä på Nordisk råds sesjon i København 2016.

Ljósmyndari
Magnus Fröderberg/norden.org

Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, á Norðurlandaráðsþingi í Kaupmannahöfn 2016.

Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, afhenti forseta landsins, Sauli Niinistö, afsagnarbréf sitt föstudaginn 8. mars.

Sipilä sagði á blaðamannafundi að á undaförnum vikum hefði orðið ljóst að þingið myndi ekki samþykkja umbótaáætlun í félags- og heilbrigðismálum en hún var meðal forgangsmála í samstarfsáætlun ríkisstjórnarinnar þegar hún tók við völdum fyrir tæpum fjórum árum.

Hér má sjá blaðamannafundinn 

Hér má lesa ræðu Juha Sipiläs í heild sinni á sænsku

Sipilä segist einn hafa tekið ákvörðunina um að skila inn afsagnarbeiðni. Stjórnarflokkarnir samþykktu ákvörðun hans.

Kosið verður í Finnlandi 14. apríl næstkomandi.