Svíþjóð fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni 2024
Líkt og stór hluti heimsins standa Norðurlönd frammi fyrir óvissutímum, ekki síst í ljósi stríðsins í Úkraínu og átakanna í Mið-Austurlöndum. Þess vegna vill Svíþjóð með formennskuáætlun sinni leggja áherslu á öruggari Norðurlönd og eflingu þeirra lýðræðislegu gilda og mannréttinda sem einkenna Norðurlönd.
„Svíþjóð tekur nú við formennskunni með þá í þeirri staðföstu trú að náið norrænt samstarf sé grundvallaratriði fyrir sameiginlega velferð og viðnámsþrótt landa okkar. Það er með samstöðu sem við verðum sterkari og tryggari,“ segja Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar og Jessika Roswall, samstarfsráðherra Norðurlanda í Svíþjóð.
Framtíðarsýnin varðar veginn
Framtíðarsýnin um að Norðurlönd verði samþættasta og sjálfbærasta svæði í heimi árið 2030 mun verða leiðarstef í formennskutíð Svíþjóðar. Þess vegna er meðal annars lögð á það áhersla á græn Norðurlönd í formennskuáætluninni. Í því samhengi vill Svíþjóð til dæmis efla hringrásarhagkerfið, styrkja líffræðilega fjölbreytni og setja aukinn kraft í orkumálin ásamt því að vinna að hagræðingu og stafvæðingu í samgöngumálum á Norðurlöndum í heild sinni. Nýjar og nýskapandi lausnir styrkja Norðurlönd heima fyrir en ýta einnig undir norræna samkeppnishæfni á alþjóðavísu.
Svíþjóð tekur nú við formennskunni með þá í þeirri staðföstu trú að náið norrænt samstarf sé grundvallaratriði fyrir sameiginlega velferð og viðnámsþrótt landa okkar. Það er með samstöðu sem við verðum sterkari og tryggari.
Samþætt Norðurlönd
Það á að vera einfalt mál að búa, stunda nám eða vinnu og reka fyrirtæki hvar sem er á Norðurlöndum og þvert á landamæri þeirra. Þess vegna vill Svíþjóð í formennskutíð sinni leggja meiri áherslu á að skapa samþætt Norðurlönd, einkum með því að styrkja sameiginlegan norrænan vinnumarkað sem en á árinu verður 70 ára sögu hans minnst. Áhersla verður lögð á stafvæðingu á vinnumarkaði auk þeirra tækifæra sem felast í umbótum opinberra vinnumiðlana.
Sterk og þróttmikil Norðurlönd
Félagslega sjálfbær Norðurlönd felast meðal annars í því að borgararnir upplifi öryggi og að mótstaða samfélagsins gegn alvarlegum glæpum sé sterk. Þess vegna mun Svíþjóð í formennskutíð sinni beita sér í baráttunni gegn glæpum og glæpastarfsemi og jafnframt vinna að forvönum sem miða að því að koma í veg fyrir að ungt fólk dragist inn í glæpastarfsemi og öfgahyggju.
Norðurlönd verða áfram fyrirmynd í samkeppnishæfri og nýsköpunardrifinni umbreytingu bæði heima og með því að kynna norrænar grænar lausnir um allan heim