Norðurlönd fókusera á öryggismál á órólegum tímum

01.11.23 | Fréttir
Session 2023
Photographer
Magnus Fröderberg/norden.org
Öryggi var ofarlega á dagskrá á leiðtogafundi þings Norðurlandaráðs, þar sem norrænu forsætisráðherrarnir og Norðurlandaráð funduðu til að ræða hvernig Norðurlöndin ættu að bregðast við óöruggri heimsmynd um leið og þau ná markmiðinu um að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims.

Staða öryggismála í heiminum hefur breyst. Stríð og átök geisa í Úkraínu og Mið-Austurlöndum, við erum í miðri norrænni NATO-stækkun og sótt er að lýðræðislegum gildum okkar og kerfum úr mörgum áttum. Áskoranirnar eru margar og því var eðlilegt að forsætisráðherrarnir og Norðurlandaráð ræddu hvernig norrænu löndin ættu bregðast við þessum aðstæðum og um leið skapa örugg og græn Norðurlönd.

Við erum í nýjum, sögulegum aðstæðum. Þær opna fyrir aukið samstarf.

Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs

Öryggi á Norðurlöndum

Forsætisráðherra Noregs, Jonas Gahr Støre, hóf umræðurnar í Stórþinginu og setti tóninn fyrir kjarna þeirra:

„Aðild Finnlands og Svíþjóðar að NATO mun auka öryggi okkar. Við erum í nýjum, sögulegum aðstæðum. Þær opna fyrir aukið samstarf – meðal annars um heildarvarnir, almannatryggingar og viðbúnað. Noregur vil efla samstarf í borgaralegum hluta þjónustulandastuðnings NATO. Meta þarf málefni mikilvægra innviða, flutninga og framboðs bæði með tilliti til hernaðar og samfélagsins í norrænu samhengi,“ sagði Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs.  

Bæði Svíþjóð og Noregur létu í ljós óskir um aukið samstarf milli landanna um aukið öryggi. Forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo, nefndi í því samhengi möguleika á fleiri sameiginlegum viðbúnaðaræfingum og -þjálfun, sem og sameiginlegar birgðageymslur og stofnun norræns nets um öruggt framboð.

Angelika Bengtsson, Norðurlandaráði

Angelika Bengtsson
Photographer
Stine Østby/norden.org

Falsfréttir eru ógn við lýðræðið 

Átök og stríð ógna Norðurlöndum en önnur ógn, sem bæði getur komið utan og innan norrænna landamæra, er misnotkun á samskiptatækni. Bæði Hanna Katrín Friðriksson hjá Norðurlandaráði og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands lögðu í þessu samhengi áherslu á gervigreind: 


„Gervigreind mun hafa áhrif á alla þætti samfélagsins og tæknin þróast mun hraðar en pólitísk ákvarðanataka á þessu sviði. Við verðum að bregðast við þessu strax, því sjálft lýðræðið er berskjaldað. Við þurfum stöðugt að hlúa að því og standa vörð um það, sagði Katrín Jakobsdóttir. 

Veikleikar nýrrar tækni sem má nota til að skapa falsfréttir voru einnig nokkuð sem fulltrúar Svíþjóðar vöktu athygli á. Angelika Bengtsson hjá Norðurlandaráði lagði áherslu á að falsfréttir eru ógn gegn leikreglum lýðræðisins. Hún nefndi nýlegt dæmi frá Svíþjóð, þar sem yfirvöld eru að hennar sögn skotmörk falsfréttaherferða sem hafa það markmið að sýna Svíþjóð í slæmu ljósi bæði innanlands og alþjóðlega. Til að verjast misnotkun á tækni og falsfréttum benti sænski forsætisráðherrann Ulf Kristersson á að í Svíþjóð hefur verið stofnuð netöryggismiðstöð.

 

Græn umskipti skapa einnig öryggi 

Til að Norðurlönd verði sjálfbærasta svæði heims árið 2030 þarf að hraða á grænum umskiptum.  Þess vegna ríkti einnig mikil eining um að norrænt samstarf um græn umskipti er mikilvægt. Meðal annars má efla samstarf um framleiðslu sjálfbærrar orku frá sól, vindum og hafi. Því sjálfbærari orku sem við framleiðum sjálf, því betra er það fyrir græn Norðurlönd og því betur stöndum við í tengslum við öruggt orkuframboð, þar sem við verðum þá óháð jarðefnaeldsneyti frá svæðum sem við getum ekki treyst. 

Streymi frá þingumræðunum 31. október: