Samstarf við Norðurlönd vinsælt í Eystrasaltsríkjunum
Áhugi á Norðurlöndum er mestur í Eistlandi en þar svara 91% aðspurðra því að þau telji samstarf við Norðurlönd mikilvægt eða afar mikilvægt. 65% telja það afar mikilvægt. Í Litháen segja 89% samstarfið mikilvægt eða afar mikilvægt en í Lettlandi svara 84% á sömu leið.
„Könnunin sýnir að gífurlegur áhugi er á samstarfi við Norðurlönd. Þetta er ánægjuleg niðurstaða sem bendir til þess að mikið er sóst eftir sameiginlegum verkefnum og því starfi sem Norræna ráðherranefndin vinnur í Eystrasaltsríkjunum,“ segir Christer Haglund, yfirmaður skrifstofu ráðherranefndarinnar í Eistlandi.Meirihlutinn vill aukið samstarf
Mikill meirihluti aðspurðra telur að auka eigi samstarfið enn frekar. Í Litháen vilja 88% meira samstarf, í Eistlandi 76% en í Lettlandi 67%.
Það er fyrst og fremst landfræðileg nálægð lítilla ríkja og þörf þeirra fyrir að vinna saman sem skýrir þennan mikla áhuga á Norðurlöndum. Efnahagur, menntun og vísindi ásamt ferðaþjónustu eru þeir málaflokkar sem flestir íbúar Eystrasaltsríkja benda á sem mikilvægasta að eiga samstarf um.
Könnunin sýnir að gífurlegur áhugi er á samstarfi við Norðurlönd. Þetta er ánægjuleg niðurstaða sem bendir til þess að mikið er sóst eftir sameiginlegum verkefnum og því starfi sem Norræna ráðherranefndin vinnur í Eystrasaltsríkjunum,“ segir Christer Haglund, yfirmaður skrifstofu ráðherranefndarinnar í Eistlandi.Mesta gagnið telja þeir í því að þjóðirnar læri hver af annarri og muni það auka viðskipti og samkeppnisfærni í Eystrasaltsríkjunum. Aðspurðir hvað Eystrasaltsríkin gætu fært samstarfinu segjast Eistar geta lagt til þekkingu á stafrænni væðingu. Algengustu svörin í Lettlandi eru vinnuafl, ferðaþjónusta og menning en í Litháen nefnir fólk vísindi og nýsköpun.
Astrid Lindgren og víkingarnir þekkt
Í könnuninni var einnig spurt hvaða persóna, núlifandi, söguleg eða skálduð, komi helst upp í hugann þegar Norðurlönd ber á góma. Í Eistlandi trónaði Sauli Niinistö Finnlandsforseti efstur á lista en í Lettlandi og Litháen voru það ýmist Astrid Lindgren, jólasveinar, víkingar eða Kalli á þakinu.
Viðhorfskönnunin er sú fyrsta sinnar tegundar sem gerð er í Eystrasaltsríkjunum. Í hverju landi var hringt í sex hundruð manns á tímabilinu 16. febrúar til 9.mars.
Skrifstofur Norrænu ráðherranefndarinnar hafa starfað í Eystrasaltsríkjunum allt frá árinu 1991. Niðurstöður könnunarinnar verða nýttar við gerð samstarfsáætlana í framtíðinni.