Verðlaunahátíð Norðurlandaráðs 2022

01.11.22 | Viðburður
Här är vinnarna av Nordiska rådets priser 2021

Här är vinnarna av Nordiska rådets priser 2021

Photographer
Norden.org/Magnus Fröderberg
Þann 1. nóvember verða bókmennta- barna- og unglingabókmennta-, tónlistar-, kvikmynda- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs afhent í Musikhuset í Helsingfors kl. 19.00 (að íslenskum tíma). Öllum er boðið að fylgjast með í beinni útsendingu þegar dagskrárgerðarkonan Andrea Reuter og leikarinn og dagskrárgerðarmaðurinn Christoffer Strandberg bjóða til norræns hátíðarkvölds ásamt listafólki, hinum tilnefndu og stjórnmálamönnum frá öllum Norðurlöndum.

Upplýsingar

Dates
01.11.2022
Time
20:00 - 21:15
Location

Musikhuset
Helsingfors
Finnland

Type
Verðlaunaafhending

Norðurlandaráð veitir ár hvert fimm verðlaun til þess að vekja athygli á norrænum bókmenntum, tungumáli, tónlist og kvikmyndum ásamt nýskapandi aðgerðum á sviði umhverfismála.

Hver geta unnið?

50 verk og verkefni frá öllum norrænu löndunum eru tilnefnd til verðlauna Norðurlandaráðs 2022 á sviði umhverfismála, tónlistar, kvikmynda, bókmennta og barna- og unglingabókmennta. Á meðal tilnefninganna er að finna það besta sem Norðurlönd hafa upp á að bjóða þegar kemur að skáldsögum, ljóðasöfnum, myndabókum og unglingabókum, leiknum kvikmyndum, plötum með raftónlist, þjóðlagatónlist og listrænni tónlist, ásamt verkefnum sem leggja áherslu á náttúrumiðaðar lausnir.

Hér má horfa á verðlaunahátíðina

Bein útsending hefst frá Musikhuset í Helsingfors kl. 19.00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með henni á YLE Teema / YLE í öllum norrænu löndunum fimm. Einnig verður sýnt frá verðlaunahátíðinni á öðrum norrænum ríkisrásum. Sjá upplýsingar í sjónvarpsdagskrá hvers lands.

 

Bein útsending frá verðlaunahátíðinni á YLE!

Dagskrá

Dagskrárgerðarkonan Andrea Reuter og leikarinn og dagskrárgerðarmaðurinn Christoffer Strandberg verða kynnar á hátíðinni þar sem einnig verður boðið upp á glæsileg atriði. Meðal annars verður flutt dansverk eftir Sofiu Ruija, myndbandsverk eftir Arash Irandoust og tónlist eftir Wegelius kammarstråkar. Færeyska tónlistarkonan Eivør, sem hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2021, rekur svo endahnútinn á kvöldið.

Verðlaunahafar hljóta að launum verðlaunagripinn Norðurljós og 350 þúsund danskar krónur. Þessi afhenda verðlaunin í ár:

  • Eivør Pálsdóttir, tónlistarkona og fyrrum handhafi tónlistarverðlaunanna, afhendir tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2022
  • Jenni Haukio ljóðskáld afhendir bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2022
  • Sophia Jansson, stjórnarformaður Moomin Characters Oy Ltd., afhendir barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2022
  • Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2022 (tilkynnt verður síðar um hver afhendir verðlaunin)
  • Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2022 (tilkynnt verður síðar um hver afhendir verðlaunin)

Samfélagsmiðlar

Við flytjum fréttir af af verðlaunahátíðinni jafn óðum á samfélagsmiðlum. Fylgist með á bak við tjöldin og missið ekki af vinningshöfum, þakkarræðum og flytjendum á sviðinu.  Við notum myllumerkið #nrpriser.

Sömu tenglar og 2021.

Um verðlaun Norðurlandaráðs

Bókmenntaverðlaunin eru elst verðlaunanna fimm. Þau voru veitt í fyrsta sinn árið 1962. Á eftir þeim fylgdu tónlistarverðlaunin, umhverfisverðlaunin, kvikmyndaverðlaunin og barna- og unglingabókmenntaverðlaunin. Fimm dómnefndir sjá um að tilnefna verk og útnefna verðlaunahafana.