Tilnefningar til verðlauna Norðurlandaráðs 2022

50 verk og verkefni frá átta löndum eru tilnefnd. Hér eru tilnefningarnar til verðlauna Norðurlandaráðs á sviði umhverfismála, tónlistar, kvikmynda, bókmennta og barna- og unglingabókmennta. Tilkynnt verður um verðlaunahafa á verðlaunahátíð í Helsingfors 1. nóvember í tengslum við þing Norðurlandaráðs 2022.

Tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022

13 verk norrænar myndabækur, unglingabækur og ljóðabækur eru tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022. Gáskafull frásagnargleði, einstök kímnigáfa og tregi setja mark sitt á bækurnar sem tilnefndar eru og þeir möguleikar sem myndabækur bjóða upp á fá ekki síst að njóta sín.

Tilnefningar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2022

Fimm norrænar kvikmyndir eru tilnefndar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2022. Handritshöfundur, leikstjóri og framleiðandi skipta verðlaununum á milli sín enda er kvikmyndagerð listgrein þar sem árangurinn verður til í nánu samstarfi þessara aðila.  

Tilnefningar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2022

Tólf verk eru tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2022 fyrir listrænt gildi sitt. Þar á meðal er raftónlist, alþýðutónlist og klassísk tónlist og konseptverk á borð við nonett fyrir flautur og kínetísk ópera sem samin er af höfundum frá norrænu löndunum.

Tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2022

Gróðursetning á marhálmi í Danmörku, endurheimt á framræstu votlendi á Íslandi, elsta UNESCO-lífhvolf sem enn er til í Svíþjóð og sjálfboðasamtök sem endurheimta ár og vatnsföll í Finnlandi. Alls eru sex verkefni tilnefnd til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs sem í ár leggur áherslu á náttúrumiðaðar lausnir.

Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022

Ást, vald og það að vera utangarðs eru á meðal gegnumgangandi stefja í hinum 14 norrænu skáldsögum og ljóðabókum sem tilnefndar eru til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022. Bækurnar sem tilnefndar eru í ár koma frá öllum norrænu löndunum og málsvæðunum.

Hægt verður að fylgjast með verðlaunaveitingunni um öll Norðurlöndin 1. nóvember

Hægt verður að sjá beina útsendingu alls staðar á Norðurlöndum frá því þegar tilkynnt verður um handhafa verðlauna Norðurlandaráðs fyrir barna- og unglingabókmenntir, kvikmyndir, bókmenntir, umhverfismál og tónlist.

Bein útsending hefst frá Musikhuset í Helsingfors kl. 19.00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með henni á YLE Teema / YLE Fem í öllum norrænu löndunum fimm. Einnig verður sýnt frá verðlaunahátíðinni á öðrum norrænum ríkisrásum. Sjá upplýsingar í sjónvarpsdagskrá hvers lands.

 

Bein útsending á YLE Teema / YLE Fem

Nánar um verðlaunahátíðina hér: