Emmaus Åland - Álandseyjar

Emmaus Åland vinnur þýðingarmikið starf sem felur í sér að sameina ýmsar hliðar sjálfbærrar neyslu og framleiðslu.
Í verslunum Emmaus Åland eru seldar notaðar vörur allt frá leikföngum, rafeindabúnaði, fatnaði og húsgögnum til búsáhalda. Vörurnar eru endurhannaðar á verkstæðinu og ganga í endurnýjun lífdaga. Á nýstárlegum veitingastað þeirra er borinn fram loftslagsvænn grænmatur úr matarafgöngum frá verslunum á staðnum og eldhúsúrganginum er breytt í mold sem notuð er í borgargarðyrkju Emmaus.
Auk þess öðlast einstaklingar sem eru hvað mest utanveltu á vinnumarkaði ný tækifæri í vinnumarkaðsverkefnum Emmaus.