Signe Iversen og Sissel Horndal (myndir)

Signe Iversen
Photographer
Rolf Larsen
Signe Iversen og Sissel Horndal (myndir): Mánugánda ja Heike, 2011

Mánugánda ja Heike

Strákurinn Heike býr ílitlum bæ við hafið. Síðdegin eru löng án vina til að leika sér við. Það breytist þegar óvæntur vinur birtist. Mánugánda er frá öðrum heimi. Hann er meiddur þegar Heike finnur hann. Drengurinn hjálpar nýja vininum sínum og þeir kynnast heimi hvors annars. Eftir langan dag við leik verður Mánugánda að fara heim til sín, en hann lofar að koma aftur til Heike.

Rökstuðningur frá samíska rithöfundasambandinu

Léttlestrarbók fyrir aldurshópinn 3 - 6 ára. Bókin fjallar um einmanaleika. Heike býr í litlu þorpi. Hann er venjulega einmana síðdegis. Svo birtist verndari einmanaleikans og lesandinn upplifir hann sem von. Vera úr öðrum Heimi en Heike. Mánugánda / sonur tungslins birtist. Þessi vera er vinaleg og hefur annað útlit en getur engu að síður átt samskipti við aðalpersónuna. Frá gamalli tíð hafa samar trúað á vernd málma og verur sem búa neðanjarðar. Textinn undirstrikar þetta án þess að segja það beint. Samar hafa trúað á samskipti við aðra heima, s.k. himinhvel. Strákurinn Heike er sá útvaldi. Það fína og nána í bókinni er vinskapur Heike og Mánugánda og að þeir fá að kanna heim hvors annars á hátt sem dregur lesandann með. Það besta er líka að öll börn óháð því hvaða menningu þau eru frá geta lesið bókina. Lesandinn kynnist leik í fjöru og fær innsýn í hvernig hægt er að leika sér með hluti úr náttúrunni. Það að hinn nýi vinur aðalpersónunnar hverfur ekki á brott um alla eilífð fær lesandann til að upplifa sem gæsku. Lesandinn getur lifað sig inn í landslagið með aðstoð myndskreytinganna sem veita textanum dýpt og auðvelda skilning á honum. Hægt er að ræða innihald bókarinnar við börn því myndskreytingarnar opna heim frásagnarinnar á sjónrænan hátt.  

Karen Anne Buljo

Samíska rithöfundasambandið