Swedish Algae Factory (Svíþjóð)

Swedish Algae Factory (Sverige)
Photographer
Swedish Algae Factory
Eykur skilvirkni sólarrafhlaðna með efni unnu úr þörungum.

Swedish Algae Factory hlýtur tilnefningu til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2017. Rökstuðningurinn er sá að Swedish Algae Factory býður upp á nýstárlega lausn, sem felst í skilvirkri hringrásarnýtingu næringarefna (köfnunarefni og fosfór) um leið og dregið er úr losun umræddra ofauðgandi efna í lífríki sjávar og vatna. Þá felur hugmyndin í sér háa orkunýtni sem gefur t.a.m. kost á annars konar nýtingu kísilskurnar þörunganna í sólrafhlöðum. Hugmyndin stuðlar að auðlindanýtni og minnkar fyrir vikið úrgang í skólphreinsun og orkuframleiðslu með sólarrafhlöðum.