70. þing Norðurlandaráðs sett á þriðjudaginn

29.10.18 | Fréttir
Stortinget
Photographer
Magnus Froderberg/norden.org

Í ár verður Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, gestur á norræna leiðtogafundinum og flytur erindi í tengslum við setningu þingsins síðdegis á þriðjudag.

May var boðið á þingið af hinum norska forseta Norðurlandaráðs, Michael Tetzschner.

Strax að erindi May loknu hefst leiðtogafundur Norðurlandaráðs og norrænu forsætisráðherranna í Stórþinginu. Þar fá þingmenn ráðsins tækifæri til að leggja fyrirspurnir beint fyrir forsætisráðherrana.

Þema leiðtogafundarins er Staðfesta norrænu landanna gagnvart tilraunum annarra landa til að hafa áhrif á samfélög okkar og lýðræðisleg ferli í þeim.

 

Frjáls för ofarlega á dagskrá

Á þinginu mun ráðið einnig fjalla um tillögu að „norrænu auðkennakerfi“, sem gengur út á að undirbúa jarðveginn fyrir sameiginlegt kennitölukerfi fyrir öll Norðurlöndin.

Frjáls för á Norðurlöndum, með öðrum orðum afnám svonefndra stjórnsýsluhindrana, verður sett á oddinn á þinginu í ár.

Á þriðjudaginn verður blásið til veislu. Þá verða verðlaun Norðurlandaráðs veitt við hátíðlega athöfn í Óperunni í Ósló.

Þetta er 70. þing Norðurlandaráðs. Norðurlandaráð er vettvangur opinbers samstarfs þingmanna á Norðurlöndum. Það var stofnað árið 1952 og er skipað fulltrúum frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð, auk Álandseyja, Færeyja og Grænlands.

Þinginu lýkur á fimmtudaginn.