Viðmiðunarreglur um aðkomu borgaralegs samfélags að starfinu að Framtíðarsýn okkar 2030

Information

Publish date
Abstract
Norrænu samstarfsráðherrarnir (MR-SAM) hafa ákveðið að Norræna ráðherranefndin skuli eiga í auknu samstarfi við borgaralegt samfélag á Norðurlöndum um áframhaldandi starf að Framtíðarsýn okkar 2030 og framkvæmdaáætluninni fyrir 2021–2024. Í því augnamiði verður komið á fót annars vegar norrænu samstarfsneti til að auka aðkomu frjálsra félagasamtaka, hins vegar ferli til opinbers samráðs til að veita borgaralegu samfélagi, atvinnulífi og fleiri aðilum á Norðurlöndum aukna möguleika á að koma með hugmyndir varðandi starf Norrænu ráðherranefndarinnar að framkvæmd Framtíðarsýnar okkar 2030.
Publication number
2021:718