131. Guðmundur Ingi Guðbrandsson (Svar på replik)

Information

Speech type
Svar på replik
Speech number
131
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Takk fyrir þessa ágætu umræðu. Ég ætla ekki að lengja þetta mjög mikið en mig langar aðeins að koma inn á það sem hér var rétt um víðtækt öryggishugtak sem ég held að sé mjög mikilvægt. Ef við horfum á nýja grunnstefnu NATO, Norður-Atlantshafsbandalagsins, þá er þar verið að endurspegla gjörbreytt öryggisumhverfi frá því að stefnan árið 2010 var samþykkt. Nýja stefnan er byggð á mun víðtækari nálgun á öryggishugtakinu þannig að þar er verið að horfa m.a. til samþættingar loftslagsmála við öll meginverkefni bandalagsins, það er verið að horfa til tæknibreytinga, það er verið að horfa til netöryggismála, baráttu gegn hryðjuverkum, það er verið að horfa á það að styrkja áfallaþol samfélaga, til fæðuöryggis, til jafnréttismála, til öryggis borgaranna og áherslna  varðandi frið og öryggi, sem eru tilgreind meðal mikilvægra verkefna bandalagsins. Ég held að það sé mikilvægt að við horfum til þessara víðtæku öryggishugtaka þegar við horfum til þeirrar skoðunar sem er núna á Nordefco-samstarfinu. Ég vil líka taka undir með norska ráðherranum og því sem fram hefur komið hjá háttvirtum þingmönnum um fyrirbyggjandi aðgerðir, sem ég held að sé mjög mikilvægt að huga sérstaklega að.

 

Skandinavisk oversettelse

Tack för denna utmärkta diskussion. Jag tänker inte förlänga debatten så mycket men jag skulle vilja lyfta det som redan har nämnts angående en bred definition av säkerhet som jag tycker är mycket viktigt. Om vi ser på Nato, Nordatlantiska fördragsorganisationens, nya strategiska koncept så speglar dess innehåll ett säkerhetsläge som har ändrats totalt sedan det föregående konceptet antogs 2010. Det nya konceptet bygger på ett mycket bredare säkerhetsbegrepp, vilket bl.a. innebär att man tar hänsyn till klimatfrågan i samband med organisationens alla huvuduppgifter, att man tar hänsyn till teknologiutveckling, cybersäkerhet och kampen mot terrorism, att man tar hänsyn till behovet av att öka våra samhällens motståndskraft, säkerställa livsmedelstrygghet, jämställdhetsfrågor, medborgarnas säkerhet och prioriteringar i samband med fred och säkerhet, som räknas upp bland organisationens viktiga uppgifter. Jag tror att det är viktigt att vi överväger dessa breda säkerhetsbegrepp i samband med den pågående utvärderingen av Nordefco-samarbetet. Jag vill också ställa mig bakom det som den norska ministern och de ärade ledamöterna har sagt om förebyggande åtgärder, som enligt min mening är en mycket viktig prioritering.