140. Steinunn Þóra Árnadóttir (Replik)

Information

Type
Replik
Talenummer
140
Talerrolle
Nordisk Grønt Venstres talsperson
Dato

Takk fyrir það. Ég vona að þetta aukainnlegg mitt um Færeyjar verði til þess að núna leysist þessi deila algjörlega, að nú komist þetta í lag. En þetta er svolítið áhugavert að hér tölum við um eina af þessum allra minnstu en það sem ég gerði að aðalatriðinu í mínu máli er ein af þessum stærstu. Það eru kannski þessar á milli sem okkur gengur best að leysa. Það er auðvitað gott en það segir okkur líka eitthvað um að við þurfum kannski að hafa fókusinn á fleiri hlutum.

Ég fékk ekki svar um það hvort til standi að halda ráðstefnu sem snýr að almannatryggingakerfunum en ég vil nota tækifærið til að hvetja samstarfsráðherrana til að sjá til þess að af slíkri ráðstefnu verði því að ég held að þetta sé eitt af stóru, erfiðu pólitísku málunum sem við fáumst við. Við eigum ekki bara að leysa tæknileg mál. Við erum hér fyrst og fremst til að ræða pólitík.