140. Steinunn Þóra Árnadóttir (Replik)

Information

Type
Replik
Talenummer
140
Talerrolle
Nordisk Grønt Venstres talsperson
Dato

Takk fyrir það. Ég vona að þetta aukainnlegg mitt um Færeyjar verði til þess að núna leysist þessi deila algjörlega, að nú komist þetta í lag. En þetta er svolítið áhugavert að hér tölum við um eina af þessum allra minnstu en það sem ég gerði að aðalatriðinu í mínu máli er ein af þessum stærstu. Það eru kannski þessar á milli sem okkur gengur best að leysa. Það er auðvitað gott en það segir okkur líka eitthvað um að við þurfum kannski að hafa fókusinn á fleiri hlutum.

Ég fékk ekki svar um það hvort til standi að halda ráðstefnu sem snýr að almannatryggingakerfunum en ég vil nota tækifærið til að hvetja samstarfsráðherrana til að sjá til þess að af slíkri ráðstefnu verði því að ég held að þetta sé eitt af stóru, erfiðu pólitísku málunum sem við fáumst við. Við eigum ekki bara að leysa tæknileg mál. Við erum hér fyrst og fremst til að ræða pólitík.

 

Skandinavisk översättning:

Tak for det. Jeg håber, at mit ekstra indlæg om Færøerne fører til, at denne konflikt nu bliver helt løst, at der rettes op på dette. Men det er lidt interessant, at her taler vi om en af de allermindste, men det, jeg lagde hovedvægt på tidligere, var en af de allerstørste. Det er måske dem, der ligger midt imellem, som er nemmest for os at løse.  Det er selvfølgelig godt, men det siger os samtidigt noget om, at vi måske har brug for at fokusere på flere ting.

Jeg fik ikke et svar på, hvorvidt der planlægges en konference om socialforsikringssystemerne, men jeg vil benytte lejligheden til at opfordre samarbejdsministrene til at sørge for, at en sådan konference vil finde sted, fordi jeg mener, der er tale om en af de store og svære politiske udfordringer, vi står overfor. Vi skal ikke blot løse teknikaliteter. Vi er her først og fremmest for at diskutere politik.