158. Orri Páll Jóhannsson (Indlæg)
Information
Baráttan gegn loftslagsvánni er sameiginlegt verkefni okkar allra. Við þurfum að deila þekkingu og við þurfum að deila hugviti og við þurfum að læra af hvert öðru og hjálpast að við að ná árangri í þessari baráttu. Orkuframleiðsla og orkunotkun er jú einmitt rótin að losun gróðurhúsalofttegunda, eins og við vorum að ræða hér í gær, og við fyrstu sýn mætti halda að í þessari tillögu sé verið að leggja til að beita mengunarbótareglunni sem er ein mikilvægasta reglan í umhverfisrétti, þ.e. að þau sem menga, eigi að borga. En svo er ekki. Og þetta er eitt af því sem við höfum rætt í flokkahópi norrænna Vinstri grænna, að það sé mikilvægt að við horfum til þess þegar við erum að reyna að ná tökum á loftslagsvánni og umhverfismálum. Það er sameiginleg ábyrgð okkar að ná tökum á loftslagsvánni og það gerum við, eins og ég sagði áðan, með samvinnu, með því að deila þekkingu, með því að deila hugviti en ekki með því að einangra okkur. Þannig náum við ekki árangri. Það að Norðurlandaþjóðirnar eigi að beita sér fyrir breytingum á Evrópuregluverkinu þannig að hreinni orka gagnist frekar þeim sem búa á Norðurlöndunum er ekki leiðin til að ná sameiginlega markmiðinu sem við öll stefnum að, að stemma stigu við loftslagsvánni.
Skandinavisk oversettelse
Kampen mot klimathotet är allas vår gemensamma uppgift. Vi måste dela våra kunskaper och vi måste dela vårt nytänkande, och vi måste lära av varandra och hjälpas åt att uppnå våra mål i den kampen. Energiproduktion och energikonsumtion är ju själva orsaken till växthusgasutsläppen, som vi diskuterade här i går, och vid en första blick skulle man kunna tro att det här förslaget handlar om att följa en av miljörättens viktigaste regler, d.v.s. principen att förorenaren betalar. Men så är inte fallet. Och det här är en av de frågor som vi har diskuterat i Nordisk grön vänster, d.v.s. hur viktigt det är att följa den principen i våra försök att få bukt med klimathotet och miljöfrågorna. Vi har ett gemensamt ansvar för att bekämpa klimathotet, och det är något vi kan göra, som jag sade här nyss, genom samarbete, genom utbyte av kunskaper, genom utbyte av nytänkande, men inte genom att isolera oss. Vi uppnår inga resultat den vägen. Ett förslag som går ut på att de nordiska länderna ska arbeta för ändringar på EU-reglerna med målet att den största nyttan av ren energi ska tillkomma invånare i Norden är inte rätta vägen till det gemensamma mål som vi alla strävar mot, att avvärja klimathotet.