212. Orri Páll Jóhannsson (Spørgsmål)

Information

Speech type
Spørgsmål
Speech number
212
Speaker role
Nordisk Grøn Venstre
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Takk forseti. Sem nýr meðlimur í Norðurlandaráði hef ég orðið þess áskynja að hér er mikið rætt um fjármagn og fjármuni, ekki bara í flokkahópi heldur líka í landsdeildum og hinum mismunandi nefndum. Ég er hins vegar á svipuðum nótum og þingmaðurinn sem talaði hér á undan mér frá miðflokkahópnum en vil þó fyrst segja að ég greini það að í fundarpunktum forsætisnefndar að nú sé ríkur pólitískur vilji til þess að styrkja og styðja betur við þetta samtal sem þarf að eiga sér stað á milli ráðherranefndarinnar og ráðsins hér og það er vel, því fagna ég. Ég tek undir það sem kom fram í máli ræðumanns á undan, það er mjög mikilvægt að framkvæma „konsekvens analýsu“ á þessum ákvörðunum sem hafa verið teknar. Eru fjármunirnir að nýtast í þágu sjálfbærniverkefnanna eins og við ætluðum okkur eða erum við að tapa mikilvægum menningarverkefnum? Það er það sem ég vildi leggja áherslu á að yrði framkvæmt og ég heyri að við erum fleiri sammála um það.

 

Skandinavisk oversettelse

Tack, president! Som ny medlem i Nordiska rådet har jag upptäckt att anslag och ekonomi diskuteras mycket, inte bara i partigruppen utan också i delegationerna och de olika utskotten. Jag har faktiskt samma inställning till detta som den föregående talaren, från Mittengruppen, men jag skulle vilja börja med att säga att när jag läser presidiets dagordningspunkter så märker jag att det nu finns en stark politisk vilja att förstärka och ge bättre stöd till den dialog som måste äga rum mellan ministerrådet och Nordiska rådet i detta forum, och det är bra, jag är mycket nöjd med det. Jag ställer mig bakom det som den föregående talaren sade; det är mycket viktigt att genomföra en konsekvensanalys av de beslut som redan har tagits. Har anslag till hållbarhetsprojekt skapat den nytta vi ville åstadkomma, eller går vi miste om viktiga kulturprojekt? Det är den analysen som jag ville understryka vikten av och jag märker att vi är flera som tycker likadant.