217. Guðlaugur Þór Þórðarson (Replik)

Information

Type
Replik
Talenummer
217
Talerrolle
Islands udenrigsminister
Dato

Ef við berum gæfu til þess, þjóðir Evrópu, að ganga þannig frá samningum við Breta að þeir séu uppbyggilegir og við séum að lágmarka t.d. þá hættu sem gæti orðið varðandi viðskiptaröskun þá á okkur að farnast vel. Sum lönd í  þessum sal eru í NATO, svo að dæmi sé tekið, önnur ekki. Sum eru í Schengen, önnur ekki. Sum eru á evrusvæðinu, önnur ekki. Þannig er Evrópa. Það sem maður finnur, og ég hef fundið  í mínu starfi, er að það sem sameinar okkur, burtséð  það sem okkur finnst um einstaka stjórnmálamenn í einstökum löndum og einstaka flokka o.s.frv., og hvernig kosningar fara, eru þau gildi sem okkur finnst vera sjálfsögð, það eru þau sem sameina okkur. Við þurfum virkilega að halda utan um þau núna. Þau gildi eru t.d. það sem kemur fram hér í dag, að við getum skipst á skoðunum með lýðræðislegum hætti og virðum skoðanir hvert annars. Við erum í minni hluta í heiminum, að vera í þessari stöðu. Öll þau lönd sem þú nefnir eiga það sameiginlegt að vera með  þessi gildi og við eigum að halda vel utan um þau og vera uppbyggileg þegar verið er að hugsa um samstarf í nánustu og fjærstu framtíð, sérstaklega gagnvart nágrönnum okkar.