369. Kolbeinn Óttarsson Proppé (Indlæg)

Information

Speech type
Indlæg
Speech number
369
Speaker role
Nordisk Grønt Venstres talsperson
Date

Forseti. Við í norrænum vinstri grænum styðjum þessa tillögu enda viljum við greiða götu allra tillagna sem hjálpa til við að takast á við loftslagsvána. Í umfjöllun sjálfbærninefndarinnar hélt ég á lofti, af því að í tillögunni er talað um sérstöðu Norðurskautsins, sérstöðu Íslands þar sem við búum á jarðskjálftasvæðum og þurfum að huga að því þegar kemur að byggingu og ég treysti því að tekið verði tillit til þess eins og mér finnst mikill vilji til að gera í tillögunni, að taka tillit til sérstöðu. Við teljum líka, í norrænum vinstri grænum, að vissulega sé gott að grípa til efnahagslegra hvata og nauðsynlegt og þess vegna fögnum við þessu. En við erum heldur ekki feimin við að horfa til þess að hvatar einir og sér séu ekki alltaf nóg. Stundum þurfum við einfaldlega að setja strangari reglugerðir sem fólk þarf að fara eftir. Eins og kom fram í umræðunni hér áðan þarf að gera allt, það þarf að beita öllum ráðum, bæði efnahagslegum hvötum og eins og setja einfaldlega strangari reglugerðir. Tillagan er gott skref í þá átt að stuðla að sjálfbærari byggingariðnaði og við styðjum hana.

Skandinavisk oversættelse:

Ärade president. Vi i Nordisk grön vänster ställer oss bakom detta förslag eftersom vi vill verka för alla förslag som gör det lättare att bekämpa klimathotet. I diskussionen i hållbarhetsutskottet lyfte jag fram, eftersom Arktis särställning omtalas i förslaget, Islands särställning som har att göra med att vi bor i ett jordskalvsområde och måste vara medvetna om det i byggandet, och jag hoppas verkligen att man kommer att ta hänsyn till det, som jag upplever att det finns en vilja att göra i förslaget, att ta hänsyn till den särställningen. Vi tycker också, i Nordisk grön vänster, att det visserligen är bra och nödvändigt att använda ekonomiska incitament och därför välkomnar vi detta. Men vi tvekar inte heller att påpeka att det ofta inte räcker att enbart använda incitament. Ibland måste vi helt enkelt införa hårdare bestämmelser som måste följas. Som framgick av debatten alldeles nyss måste man göra allt, alla lösningar måste utnyttjas, både ekonomiska incitament och sedan måste man helt enkelt införa striktare bestämmelser. Förslaget är ett bra steg i den riktning som främjar ett hållbarare bygge och vi ställer oss bakom det.