Jóhanna María Sigmundsdóttir (Replik)

Information

Type
Replik
Talenummer
57
Dato

Frú forseti. Ég vil byrja á að þakka góðar umræður hérna í dag. Ég er með spurningu sem ég vil beina til Ernu Solberg. Nú nýlega skoðaði ég skýrslu um Evrópuvæðingu Noregs sem gerð var 2012 þar sem fram kemur að Noregur hefur innleitt um þrjá fjórðu allra laga Evrópusambandsins og þarf að taka upp stefnur og lagagerðir án þess að eiga atkvæðarétt. Í skýrslunni kemur einnig fram að þetta fyrirkomulag hefur dregið úr stjórnmálaþátttöku í Noregi og lítil umræða hefur verið um Evrópusambandið síðan 1994. Mig langar því að spyrja Ernu hvort þetta fyrirkomulag hafi haft einhverjar slæmar afleiðingar fyrir Noreg lagalega séð eða út frá reglugerðum, hvort það sé pressa frá Evrópusambandinu á Noreg að ganga alla leið og hvort Noregur stendur verr á velli fyrir vikið hvað varðar til dæmis alþjóðaviðskipti

Skandinavisk oversettelse

Fru præsident. Jeg vil begynde med at takke for en god debat her i dag. Jeg har et spørgsmål, som jeg vil rette til Erna Solberg. For nylig læste jeg en rapport fra 2012 om Norges europæisering, hvor det fremgår, at Norge allerede har implementeret tre fjerdedele af EU’s samlede lovgivning og at landet skal implementere politik og love uden selv at have stemmeret. Det fremgår også af rapporten, at disse omstændigheder har ført til mindsket politisk engagement i Norge, og at EU-debatten har fyldt meget lidt siden 1994. Jeg har derfor lyst til at spørge Erna. om dette forhold har haft negativ indflydelse på Norge i forhold til love og reglementer, om EU presser Norge til at gå hele vejen, og om Norge er dårligere stillet end ellers, når det gælder international handel.