Kolbeinn Óttarsson Proppé (Indlæg)

Information

Speech type
Indlæg
Speech number
106
Speaker role
Nordisk grön vänsters talesperson
Date

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir þessari þingmannatillögu um kjarnorkuafvopnum á alþjóðvettvangi sem er frá norrænum Vinstri-Grænum, um að Norðurlandaráð beini þeim tilmælum til ríkisstjórna Norðurlandanna að þær skuldbindi sig til að vinna kjarnorkuafvopnun á alþjóðavettvangi; kanni hvort Norðurlöndin og norðurskautssvæðið geti orðið kjarnorkuvopnalaus svæði og að þær undirriti samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuafvopnun.

Það þarf kannski ekki að fara mörgum orðum um mikilvægi þessarar tillögu. Kjarnorkuvopn eru hættulegustu gereyðingavopn sem mannkyn býr yfir og um leið einu gereyðingavopnin sem ekki eru bönnuð samkvæmt alþjóðalögum. Við sem hér erum inni höfum fylgst með þróun heimsmála undanfarið og ættum öll að átta okkur á því að tillaga af þessu tagi verður sífellt mikilvægari. Baráttan gegn kjarnorkuvopnum verður sífellt mikilvægari. Ég minni á síðustu úthlutun friðarverðlauna nóbels, þegar samtökin ICAN, sem hafa haft sig mjög í frammi til að berjast gegn kjarnorkuvopnum, fengu verðlaunin.

Sjálfur tel ég mjög mikilvægt að Norðurlöndin verði samhent í þessari baráttu, tali einni röddu. Það eru þó til ýmsar leiðir. Mig langar til dæmis að segja frá því að heima á Íslandi eru samtök sem kallast Samtök hernaðarandstæðinga; friðarsamtök sem hafa komið því til leiðar að tala við öll sveitarfélög landsins. Þar hafa öll sveitarfélög, utan þriggja, friðlýst eigið svæði fyrir umferð og meðferð kjarnorkuvopna. Það eru til margar leiðir og það er nauðsynlegt að nýta þær allar því að við stöndum á ákveðnum tímamótum. Baráttan hefur alltaf verið mikilvæg en aldrei eins og nú.

Sú stefna sem við höfum fylgt undanfarin ár og áratugi, að stöðva öll ný kjarnorkuveldi, er vonlaus til lengdar ef stóru kjarnorkuveldin halda áfram að þróa sín vopn. Við þurfum ekkert að fara mörgum orðum um það að undanfarin ár hafa æ fleiri lönd komið sér upp kjarnorkuvopnum og fregnir berast af því að fleiri séu að gera það. En því meira sem kjarnorkuveldin sjálf verja í að þróa ný vopn því ódýrari verður framleiðsla þeirra og þeim mun verra verður að takast á við vandann.

Ég hvet þingheim allan, hér inni sem utan þessara veggja, til að styðja þessa þingmannatillögu frá norrænum Vinstri-Grænum.

Skandinavisk oversættelse

Ærede præsident. Jeg fremlægger dette medlemsforslag fra Nordisk grønt venstre om global nedrustning af atomvåben, om at Nordisk Råd rekommanderer de nordiske regeringer, at de forbinder sig til at arbejde for en global nedrustning af atomvåben, at de undersøger hvorvidt Norden og Arktisk kan blive atomvåbenfri zoner, samt at de underskriver FN’s traktat om et forbund mod atomvåben. Der er måske unødvendigt at bruge mange ord om hvor vigtigt forslaget er. Atomvåben er de farligste masseødelæggelsesvåben som menneskeheden har skabt, og samtidigt de eneste masseødelæggelsesvåben som ikke er forbudt ved international lov. Vi, som er til stede, har fulgt med i den seneste internationale udvikling, og vi burde allesammen være klare over at et forslag af denne art bliver stadig mere vigtigt. Kampen mod atomvåben bliver stadig mere vigtig. Jeg vil minde om uddelingen af Nobels fredspris, som sidste gang gik til organisationen ICAN, som har markeret sig i kampen mod atomvåben. Selv anser jeg det meget vigtigt at Norden agerer samlet i denne kamp, taler med én stemme. Der findes dog flere veje at gå. Jeg har for eksempel lyst til at fortælle jer, at hjemme i Island er der en organisation som hedder Organisationen af militærmodstandere, en fredsbevægelse som har nået at tale med alle landets kommuner. Samtlige kommuner på nær tre har erklæret sig for en zone fredet for trafik og håndtering af atomvåben. Der er mange veje at gå, og det er nødvendigt at gøre brug af dem allesammen fordi vi befinder os i et vadested. Kampen har altid været vigtig, og aldrig som nu. Den politik som vi har fulgt i de senere år og årtier, om at forhindre nye atomvåbenmagter i at opstå, er håbløs på længere sigt så længe de store atommagter fortsætter med at udvikle deres våben. Det er indlysende at stadig flere lande har skaffet sig atomvåben i de senere år, og der meldes om at endnu flere er på vej. Men desto flere ressourcer som atommagterne selv bruger på at udvikle nye våben, desto billigere bliver produktionen og desto sværere bliver det at løse problemet. Jeg opfordrer hele plenum, her i salen og udenfor, til at støtte dette medlemsforslag fra Nordisk grønt venstre.