Eldra fólk og loftslagsmál

Báðum til gagns

Tietoja

Publish date
Abstract
Á síðustu árum hefur hlutfall eldra fólks af íbúafjölda Norðurlandanna farið hækkandi samfara hækkandi meðalaldri og lágri fæðingartíðni. Fólk á eftirlaunaaldri hefur oft meiri tíma aflögu og rýmri fjárhag en yngra fólk, auk þess sem heilsa þess er almennt betri en áður var algengt. Þetta fólk býr líka yfir mikilli reynslu og þekkingu sem getur nýst í loftslagsumræðunni. Með hliðsjón af þessu ákváðu íslensk stjórnvöld að gera starf eldra fólks að loftslagsmálum að áhersluverkefni á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2023. Skýrslan sem hér birtist inniheldur niðurstöður þessa verkefnis, þ.m.t. kortlagningu á tilvist og starfsemi loftslagstengdra hópa eldra fólks á Norðurlöndunum, samantekt frá málstofu sem haldin var í Reykjavík haustið 2023 og ráðleggingar til stjórnvalda á Norðurlöndunum um það sem þau gætu gert til að styðja við starf eldra fólks á sviði loftslagsmála.
Publication number
2023:554