Atvinnu- og dvalarleyfi í Danmörku

Norrænir ríkisborgarar
Norrænum ríkisborgurum er heimilt að flytjast búferlum til Danmerkur og starfa þar. Þú þarft hvorki vegabréfsáritun, atvinnuleyfi né dvalarleyfi.
Ríkisborgarar ESB- og EES-landa
Ef þú ert ekki norrænn ríkisborgari heldur ríkisborgari í ESB-landi, EES-landi eða Sviss er þér heimilt að dvelja í Danmörku í þrjá mánuði. Ef þú ert í atvinnuleit í Danmörku er þér heimilt að dveljast í landinu í allt að sex mánuði.
Ef þú vilt framlengja dvöl þína í Danmörku þarftu að sækja um skráningarvottorð (registreringsbevis). Skráningarvottorðið er staðfesting á réttindum sem ESB/EES-ríkisborgarar njóta samkvæmt reglum ESB um frjálsa för einstaklinga og þjónustu. Þú sækir um skráningarvottorðið hjá nyidanmark.dk áður en löglegur dvalartími þinn er á enda. Nánari upplýsingar er að finna á vefnum nyidanmark.dk.
Fjölskyldur
Maki/sambýlingur og börn undir 21 ára aldri geta í flestum tilvikum flutt með. Fjölskyldan þarf þó vegabréfsáritun ef hún er með ríkisfang í landi sem Danmörk krefst vegabréfsáritunar frá.
Ef maki/sambýlingur er ESB-/EES-ríkisborgari geta þau sótt um skráningarvottorð á eigin forsendum eða sem fjölskyldumeðlimur.
Ef maki/sambýlingur er ríkisborgari í öðru ríki, getur viðkomandi sótt um dvalarleyfi sem fjölskyldimeðlimur, en mun í staðinn fyrir skráningarvottorð fá dvalarkort. Nánari upplýsingar er að finna á vefnum nyidanmark.dk.
Ríkisborgarar frá öðrum löndum heims
Ef þú óskar eftir því að starfa í Danmörku en ert ekki ríkisborgari á Norðurlöndum, í ESB-landi, EES-landi eða Sviss geturðu kynnt þér nánar möguleikana á vefnum nyidanmark.dk.
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.