Finndu þér nám á Norðurlöndum

Studerende på Handelshøjskolen i Gøteborg

Studerende på Handelshøjskolen i Gøteborg

Photographer
Johannes Jansson/norden.org
Ef þú býrð í norrænu landi bjóðast þér námsmöguleikar á öllum Norðurlöndum. Að loknu námi nýtist það þér í öllum norrænu löndunum. Á þessari síðu er að finna allar upplýsingar um nám á háskólastigi í Norðurlöndum.

Dreymir þig um að stunda nám í öðru norrænu landi? Ungt fólk á Norðurlöndum hefur einstakt tækifæri til að nýta sér sambýlið við nágrannalöndin og styrkja samstarfið og tengslin á milli Norðurlanda. Hér fyrir neðan er að finna hlekki á upplýsingar um nám á háskólastigi í Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Noregi og Svíþjóð og á Grænlandi, Íslandi og Álandseyjum þar sem hægt er kynna sér betur möguleikana á námi í nágrannalöndunum. Hvort sem þú ert að leita að draumanáminu, vilt læra um aðra menningu eða stækka tengslanetið geturðu nýtt þér samfélagið sem norrænu löndin hafa skapað í menntamálum.

Menntasamningar- og áætlanir á Norðurlöndum

Norðurlöndin hafa gert með sér ýmsa samninga sem tryggja norrænum ríkisborgurum aðgang að námi alls staðar á Norðurlöndum. Samningarnir kveða jafnframt á um viðurkenningu á háskólagráðum í öllum norrænu löndunum. Auk þess eru ýmsar menntaáætlanir starfræktar innan hins norræna samstarfs sem bjóða námsmönnum á Norðurlöndum upp á ýmis tækifæri.

Finndu þér nám á Norðurlöndum

Upplýsingar um námsframboð, háskóla og umsóknarferli í hverju norrænu landi fyrir sig er að finna hér fyrir neðan. Hér eru hlekkir á gagnlegar upplýsingar um nám á háskólastigi í Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Noregi og Svíþjóð og á Grænlandi, Íslandi og Álandseyjum svo þú getir kynnt þér hvernig þú átt að bera þig að við að finna þér nám til að sækja um á Norðurlöndum.

Danmörk

Hægt er að leita að námi í Danmörku á UddannelsesGuiden og sækja um inngöngu á optagelse.dk. Á vefnum Study in Denmark er að finna miklar upplýsingar fyrir erlenda námsmenn í Danmörku. Á vef Info Norden er að finna upplýsingar um allt sem þarf að huga að þegar flutt er til annars norræns lands til að stunda nám.

Finnland

Bæði er hægt að leita að námi í Finnlandi og sækja um inngöngu í það á Studieinfo. Á vefnum Study in Finland er að finna miklar upplýsingar fyrir erlenda námsmenn í Finnlandi. Á vef Info Norden er að finna upplýsingar um allt sem þarf að huga að þegar flutt er til annars norræns lands til að stunda nám.

Færeyjar

Á heimasíðum háskólans í Færeyjum og verkmenntaháskólans er hægt að leita að og sækja um nám í Færeyjum. Á vefnum Study in The Faroes er að finna miklar upplýsingar fyrir erlenda námsmenn í Færeyjum. Á vef Info Norden er að finna upplýsingar um allt sem þarf að huga að þegar flutt er til annars norræns lands til að stunda nám.

Grænland

Á heimasíðu háskólans á Grænlandi, Ilisimatusarfik, er hægt að leita að námi á háskólastigi. Þar er jafnframt hægt að sækja um. Hægt er að lesa um annað nám á háskólastigi á Grænlandi á síðu Info Norden um háskólanám á Grænlandi. Á vef Info Norden er einnig að finna upplýsingar um allt sem þarf að huga að þegar flutt er til annars norræns lands til að stunda nám.

Ísland

Á vefsvæðum háskólanna á Íslandi er hægt að leita að og sækja um nám á Íslandi. Á vefnum Study in Iceland er að finna miklar upplýsingar fyrir erlenda námsmenn á Íslandi. Á vef Info Norden er að finna upplýsingar um allt sem þarf að huga að þegar flutt er til annars norræns lands til að stunda nám.

Noregur

Á Utdanning.no er hægt að leita að námi í Noregi og sótt er um inngöngu á Samordna opptak. Á vefnum Study in Norway er að finna miklar upplýsingar fyrir erlenda námsmenn á Noregi. Á vef Info Norden er að finna upplýsingar um allt sem þarf að huga að þegar flutt er til annars norræns lands til að stunda nám.

Svíþjóð

Hægt er að leita að námi í Svíþjóð á Studera.nu og sækja um inngöngu á antagning.se. Á vefnum Study in Sweden er að finna miklar upplýsingar fyrir erlenda námsmenn á Svíþjóð. Á vef Info Norden er að finna upplýsingar um allt sem þarf að huga að þegar flutt er til annars norræns lands til að stunda nám.

Álandseyjar

Hægt er að leita að og sækja um nám á Álandseyjum á vef Háskóla Álandseyja Á vef Info Norden er að finna upplýsingar um allt sem þarf að huga að þegar flutt er til annars norræns lands til að stunda nám.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna