Helgidagar í Danmörku
Helgidagar eru svo til þeir sömu á öllum Norðurlöndum. Þó þarf að hafa í huga að skírdagur, annar dagur páska og annar í hvítasunnu eru helgidagar í Danmörku, ólíkt því sem er sums staðar á Norðurlöndum. Þjóðhátíðardagurinn, Grundlovsdag, er ekki helgidagur en þá er fánadagur og flestar verslanir eru lokaðar og margir eiga frí.
Helgidagar í Danmörku
Alla jafna eiga starfsmenn á flestum vinnustöðum frí á helgidögum:
- 1. janúar: Nýársdagur
- Mars–apríl: Páskar: Skírdagur, föstudagurinn langi, páskadagur og annar í páskum. Páskadagur getur fyrst verið 22. mars og síðast 25. apríl
- Apríl–júní: Uppstigningardagur. Er 40 dögum eftir páskadag, alltaf á fimmtudegi, getur fyrst verið 30. apríl og síðast 3. júní
- Maí–júní: Hvítasunnudagur og annar í hvítasunnu. Hvítasunnudagur er sjöundi sunnudagur eftir páska, getur fyrst verið 10. maí og síðast 13. júní
- 25. desember: Jóladagur
- 26. desember: Annar í jólum
Lögbundnir lokunardagur í Danmörku
Smávöruverslanir, að undanskildum matvöruverslunum, mega ekki hafa opið á helgidögum eða eftirfarandi dögum:
- 5. júní: Þjóðhátíðardagurinn
- 24. desember: Aðfangadagur
- 31. desember: Gamlársdagur eftir klukkan 15.00
Frídagar samkvæmt samkomulagi í Danmörku
Sumir dagar sem ekki eru helgidagar geta verið frídagar. Það fer eftir því hvort kveðið sé á um það í samningnum þínum, starfsmannahandbók eða samkomulagi. Dagar sem oft eru frídagar á dönskum vinnustöðum eru:
- 1. maí: Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins
- 5. júní: Þjóðhátíðardagurinn
- 24. desember: Aðfangadagur
- 31. desember: Gamlársdagur
Aðrir hátíðis- og merkisdagar í Danmörku
- Febrúar–mars: Fastelavn, fyrsti dagur í föstu, er á sjöunda sunnudegi fyrir páskadag, getur fyrst verið 1. febrúar og síðast 7. mars
- 2. febrúar: Kyndilmessa
- 23. mars: Dagur Norðurlanda
- 16. apríl: Afmælisdagur Margrétar Þórhildar II Danadrottningar
- 5. maí: Frelsun Danmerkur
- Annar sunnudagur í maí: Mæðradagurinn í Danmörku, Finnlandi, Færeyjum og á Grænlandi og Íslandi. Í Noregi er mæðradagur annan sunnudag í febrúar og í Svíþjóð síðasta sunnudaginn í maí
- 9. maí: Evrópudagurinn
- 26. maí: Afmælisdagur Friðriks 10. Danakonungs
- 5. júní: Feðradagur. Öfugt við Finnland, Ísland, Noreg og Svíþjóð þar sem feðradag ber upp á öðrum sunnudegi í nóvember
- 15. júní: Valdimarsdagur
- 15: júní: Sameiningardagurinn
- 23. júní: Jónsmessunótt
- 21. júní: Þjóðhátíðardagur Grænlands. Fáni Grænlands, Erfalasorput, er dreginn að húni
- 29. júlí: Þjóðhátíðardagur Færeyja, Ólavsøka Fáni Færeyja, Merkið, er dreginn að húni
- 5. september: Fánadagur danskra hermanna
- 10. nóvember: Dagurinn fyrir Marteinsmessu
Nánari upplýsingar
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.