Helgidagar í Danmörku

Danmarks flag Dannebrog
Ljósmyndari
Søren Sigfusson

Fáni Danmerkur, Dannebrog

 

Hér er að finna upplýsingar um helgidaga í Danmörku, lögbundna lokunardaga, frídaga eftir samkomulagi og aðra danska merkisdaga.

Helgidagar eru svo til þeir sömu á öllum Norðurlöndum. Þó þarf að hafa í huga að skírdagur, annar dagur páska og annar í hvítasunnu eru helgidagar í Danmörku, ólíkt því sem er sums staðar á Norðurlöndum. Þjóðhátíðardagurinn, Grundlovsdag, er ekki helgidagur en þá er fánadagur og flestar verslanir eru lokaðar og margir eiga frí.

Helgidagar í Danmörku

Alla jafna eiga starfsmenn á flestum vinnustöðum frí á helgidögum:

  • 1. janúar: Nýársdagur
  • Mars–apríl: Páskar: Skírdagur, föstudagurinn langi, páskadagur og annar í páskum. Páskadagur getur fyrst verið 22. mars og síðast 25. apríl
  • Apríl–júní: Uppstigningardagur. Er 40 dögum eftir páskadag, alltaf á fimmtudegi, getur fyrst verið 30. apríl og síðast 3. júní
  • Maí–júní: Hvítasunnudagur og annar í hvítasunnu. Hvítasunnudagur er sjöundi sunnudagur eftir páska, getur fyrst verið 10. maí og síðast 13. júní
  • 25. desember: Jóladagur
  • 26. desember: Annar í jólum

Lögbundnir lokunardagur í Danmörku

Smávöruverslanir, að undanskildum matvöruverslunum, mega ekki hafa opið á helgidögum eða eftirfarandi dögum:

  • 5. júní: Þjóðhátíðardagurinn
  • 24. desember: Aðfangadagur
  • 31. desember: Gamlársdagur eftir klukkan 15.00

Frídagar samkvæmt samkomulagi í Danmörku

Sumir dagar sem ekki eru helgidagar geta verið frídagar. Það fer eftir því hvort kveðið sé á um það í samningnum þínum, starfsmannahandbók eða samkomulagi. Dagar sem oft eru frídagar á dönskum vinnustöðum eru:

  • 1. maí: Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins
  • 5. júní: Þjóðhátíðardagurinn
  • 24. desember: Aðfangadagur
  • 31. desember: Gamlársdagur

Aðrir hátíðis- og merkisdagar í Danmörku

  • Febrúar–mars: Fastelavn, fyrsti dagur í föstu, er á sjöunda sunnudegi fyrir páskadag, getur fyrst verið 1. febrúar og síðast 7. mars
  • 2. febrúar: Kyndilmessa
  • 23. mars: Dagur Norðurlanda
  • 16. apríl: Afmælisdagur Margrétar Þórhildar II Danadrottningar
  • 5. maí: Frelsun Danmerkur
  • Annar sunnudagur í maí: Mæðradagurinn í Danmörku, Finnlandi, Færeyjum og á Grænlandi og Íslandi. Í Noregi er mæðradagur annan sunnudag í febrúar og í Svíþjóð síðasta sunnudaginn í maí
  • 9. maí: Evrópudagurinn
  • 26. maí: Afmælisdagur Friðriks 10. Danakonungs
  • 5. júní: Feðradagur. Öfugt við Finnland, Ísland, Noreg og Svíþjóð þar sem feðradag ber upp á öðrum sunnudegi í nóvember
  • 15. júní: Valdimarsdagur
  • 15: júní: Sameiningardagurinn
  • 23. júní: Jónsmessunótt
  • 21. júní: Þjóðhátíðardagur Grænlands. Fáni Grænlands, Erfalasorput, er dreginn að húni
  • 29. júlí: Þjóðhátíðardagur Færeyja, Ólavsøka Fáni Færeyja, Merkið, er dreginn að húni
  • 5. september: Fánadagur danskra hermanna
  • 10. nóvember: Dagurinn fyrir Marteinsmessu

Nánari upplýsingar

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna