Endurhæfing í Svíþjóð

Rehabilitering i Sverige
Hér er að finna upplýsingar um sænskar reglur varðandi endurhæfingu.

Endurhæfing nær til mismunandi tilboða sem kunna að vera nauðsynleg til þess að ná upp líkamlegum og andlegum styrk eins vel og kostur er í kjölfar veikinda eða meiðsla.

Endurhæfingartilboð í Svíþjóð

Fólk sem þarfnast stuðnings og endurhæfingar vegna sjúkdóma til þess að ná aftur upp eða viðhalda starfsgetu sinni á rétt á endurhæfingu. Endurhæfing er heildstætt ferli sem byggir á framlagi mismunandi fagaðila til þess að liðsinna einstaklingi til þess að hann verði aftur fær um að sinna daglegum störfum. Endurhæfing er markviss og tímabundin samvinna milli einstaklings, aðstandenda hans og fagfólks, til þess að mæta þörfum einstaklingsins.

Almannatryggingar eiga að gæta þess að þarfir einstaklings í endurhæfingu séu skírar og að það ferli sem þarfnast til þess að taka aftur þátt á vinnumarkaði sé tiltækt.

Sé vinnuveitandi í Svíþjóð, eru endurhæfingartilboð á vinnustaðnum á þeirra ábyrgð. Það geta til dæmis verið breytingar á verkefnum, vinnutíma og starfsumhverfi eða tæknileg hjálpartæki. Það getur einnig verið tilfærsla í starfi. Stundum getur verið nauðsynlegt að klára starfstengda endurhæfingu (arbetslivsinriktad rehabilitering), þ.e.a.s. starfsþjálfun eða menntun svo að starf geti hafist aftur.

Einstaklingur án vinnuveitanda, sem hefur þörf á endurhæfingu til þess að komast aftur á vinnumarkað, getur haft samband við það yfirvald sem ber ábyrgð á því, Arbetsförmedlingen.

Skilyrði þess að fá sænskar endurhæfingarbætur

Einstaklingur sem á heima og starfar í Svíþjóð og býr við takmarkaða starfsgetu á rétt á endurhæfingu ef hann uppfyllir skilyrði laganna.

Hafa skal samband við Försäkringskassan til þess að leita upplýsinga um hvort viðkomandi uppfylli skilyrði til þess að njóta endurhæfingar í Svíþjóð.

Einstaklingur sem er nýfluttur til Svíþjóðar og er í endurhæfingu í því landi sem hann flytur frá á að hafa samband við almannatryggingar í því landi ásamt Försäkringskassan í Svíþjóð til þess að fá upplýsingar um endurhæfingarferlið.

Hafa skal samband við Försäkringskassan ef ráðgerðir eru flutningar eða ferðalög til annarra norrænna ríkja frá Svíþjóð.

Endurhæfingartilboð í starfs- og búsetulandi

Endurhæfingartilboðum má skipta í bætur og endurhæfingu. Yfirleitt nýtur einstaklingur þessara tilboða í því landi sem hann starfar og á heima. Skilyrði fyrir því að njóta þessara tilboða eru mismunandi milli norrænu ríkjanna.

Yfirleitt skera reglur þess lands sem einstaklingur starfar í úr um hvort hann eigi rétt á að fá greiddar bætur.

Einstaklingur í starfi á yfirleitt rétt á endurhæfingu eins og menntun og starfsþjálfun í því landi sem hann á heima.

Einstaklingur sem starfar við landamæri getur einnig átt rétt á endurhæfingu í því landi sem hann starfar. Kveðið er á um bætur í lögum þess lands sem við á.

Fólk sem á heima í Svíþjóð en starfar í öðru norrænu landi skal hafa samband við systurstofnun Försäkringskassan í því landi sem það starfar. Fólk sem þarfnast starfstengdrar endurhæfingar skal hafa samband við Försäkringskassan í Svíþjóð. Viðkomandi er þá úthlutað ráðgjafa hjá Försäkringskassan sem hefur samband.

Hvar færðu svör við spurningum þínum?

Þú getur hringt í þjónustuver Försäkringskassan í síma +46 (0)771-524 524 eða leitað upplýsinga á vef Försäkringskassan.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna