Leiðbeiningar: starfað í Svíþjóð

En bog med tjekliste
Ljósmyndari
Photo by Glenn Carstens-Peters on Unsplash
Þessar leiðbeiningar gefa yfirlit yfir atvinnuleyfi, atvinnuleit, starfsleyfi, laun, skatta og starfskjör í Svíþjóð.

Ef þú ert að hugsa um að leita þér að vinnu í Svíþjóð þarftu að kynna fyrirkomulag atvinnuleitar, starfsleyfi, skatta, almannatryggingar og starfkjör.

Notaðu þessar leiðbeiningar sem gátlista yfir það mikilvægasta sem þarf að hafa í huga þegar starfað er í Svíþjóð.

Atvinnuleyfi í Svíþjóð

Norrænum ríkisborgurum (dönskum, finnskum, íslenskum, norskum og sænskum) er frjálst að búa og starfa í Svíþjóð án þess að sækja um atvinnu- og dvalarleyfi.

Ríkisborgarar ESB- eða EES-landa eða Sviss þurfa ekki að sækja um leyfi til að starfa í Svíþjóð. Þú getur byrjað að leita þér að starfi nú þegar. Þú átt einnig rétt á að stofna og reka eigið fyrirtæki.

Ef þú ert svissneskur ríkisborgari og vilt starfa lengur en þrjá mánuði í Svíþjóð þarftu að sækja um dvalarleyfi.

Ríkisborgarar annarra landa en ESB-/EES-ríkja og Sviss þurfa að fá leyfi til að starfa í Svíþjóð. Tegundir starfsleyfa eru mismunandi eftir því hvaðan þú kemur, hve lengi þú ætlar að búa og starfa í Svíþjóð og hvað þú hefur hugsað þér að starfa við. Hafðu samband við Migrationsverket, útlendingastofnun Svíþjóðar, til að fá upplýsingar um hvað á við um þig.

Atvinnuleit í Svíþjóð

Upplýsingar um atvinnuleit í Svíþjóð er að finna á vefsíðum Info Norden. Þú getur kynnt þér atvinnuleit í Svíþjóð á Sweden.se og á vefsíðu sænsku vinnumiðlunarinnar.

Atvinnuleit í Svíþjóð á bótum frá heimalandinu

Einstaklingur sem er á atvinnuleysisbótum frá öðru ESB- eða EES-ríki getur haldið bótunum í allt að þrjá mánuði á meðan hann leitar að starfi í Svíþjóð. Nánari upplýsingar þetta er að finna á vefsíðum Info Norden.

Starfsleyfi í Svíþjóð

Tiltekin starfsheiti eru lögvernduð í Svíþjóð. Það þýðir að þú þarft hafa sænska vottun eða starfsleyfi til að starfa við slíkar atvinnugreinar í Svíþjóð.

Á vefsíðum Info Norden er að finna upplýsingar menntun sem gerð er krafa um fyrir starfsleyfi í Svíþjóð og hvaða stofnun þarf að hafa samband við til að fá starfsleyfi.

Laun, ráðningarkjör og stéttarfélög í Svíþjóð

Margt er líkt milli norrænu landanna en þó eru ráðningarkjör mismunandi á milli þeirra.

Þegar þú byrjar að starfa í Svíþjóð skaltu því kanna hvaða reglur gilda um laun, ráðningarkjör og réttindi og skyldur launþega í Svíþjóð. Þannig tryggir þú þér viðunandi starfsskilyrði á sænskum vinnumarkaði.

Þú getur fengið upplýsingar um launatölfræði og hvað þú ættir að fá í laun samkvæmt kjarasamningi hjá stéttarfélagi þíns starfsvettvangs.

Sænska vinnumálastofnunin, Arbetsförmedlingen, veitir upplýsingar um réttindi og skyldur launþega í Svíþjóð.

Skattur í Svíþjóð

Ef þú hyggst starfa í Svíþjóð þarftu að hafa sænska kennitölu eða samræmingartölu til að geta greitt skatt í Svíþjóð og fengið sjúkradagpeninga ef þú ert frá vinnu.

Þú þarft einnig að hafa skattkort (A-skattseðil) til að vinnuveitandi þinn geti dregið skatta af launum þínum og greitt félagslegar greiðslur (greiðslur atvinnurekenda).

Hafðu samband við Skatteverket í Svíþjóð til að fá kennitölu/samræmingartölu og skattkort.

Almannatryggingar í Svíþjóð

Ef einstaklingur flytur til Svíþjóðar til að starfa þar er hann að meginreglunni til tryggður af sænska almannatryggingakerfinu.

Einstaklingar geta verið tryggðir af almannatryggingum í öðru landi, til dæmis þegar um er að ræða útsenda starfsmenn eða ef einnig er starfað í öðru landi en Svíþjóð.

Aðild að almannatryggingum í tilteknu landi felur í sér að þú lýtur reglum þess lands í málum á borð við atvinnuleysistryggingar, lífeyri, sjúkradagpeninga, fjölskyldubætur, fæðingarorlofsgreiðslur, rétt til heilbrigðisþjónustu og húsnæðisbætur. Nánari upplýsingar um almannatryggingar er að finna á vefsíðum Info Norden.

Starfað eða búið í öðru norrænu landi

Ef þú ferðast til vinnu í einu norrænu landi frá heimili þínu í öðru norrænu landi þarftu að kanna hvaða reglur gilda fyrir þig að því er varðar skatta og almannatryggingar.

Ef starfað er í tveimur löndum þurfa vinnuveitendur í báðum löndunum sem starfað er í að meginreglunni til að greiða til almannatrygginga í því landi þar sem einstaklingurinn nýtur almannatrygginga.

Einstaklingur sem ekki er ríkisborgari norræns ríkis, ESB-ríkis eða EES-ríkis, sem býr í öðru norrænu landi og vill búa þar áfram á meðan starfað er í Svíþjóð, þarf að sækja um atvinnuleyfi í Svíþjóð. Gakktu einnig úr skugga um að þú getir ferðast til og frá vinnu í Svíþjóð án þess að það hafi áhrif á dvalarleyfi þitt í hina norræna landinu.

Sumarstörf í Svíþjóð

Það eru margar góðar ástæður til þess að stunda árstíðarbundna vinnu í Svíþjóð. Þú færð tækifæri til að læra eitthvað nýtt, prófa nýja vinnu, hitta nýtt fólk og kynnast nýju landi.

Þú getur lesið þér til um atvinnumöguleika, ráðningarkjör, orlofsgreiðslur og reglur um vinnuumhverfi í Svíþjóð og þær reglur sem gilda ef þú veikist á meðan þú stundar sumarvinnu eða aðra tímabundna vinnu í Svíþjóð á vefsíðum Info Norden.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna